IMG 6633

Haustnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík

Skráning á haustnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík stendur  nú yfir.

Í haust eru í boði fjölbreytt námskeið fyrir bæði börn og fullorðna sem standa yfir í 13 vikur. Námskeiðin hefjast flest fyrstu vikuna í september.

Við erum ekki einungis með námskeið hjá okkur í JL-húsinu heldur einnig á Korpúlfsstöðum og í Miðbergi, Breiðholti.

Skráning fer fram í gegnum vefsíðu skólans en þar er hægt að sjá þau námskeið sem eru í boði. Ef þið hafið einhverjar spurningar er hægt að hafa samband við skrifstofu, mir@mir.is eða í sima 551-1990.

Hlekkur á skráningasíðu: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com