Haskoladagur1

Háskóladagurinn – Listaháskóli Íslands

Háskóladagurinn 2019​ fer fram laugardaginn 2. mars frá kl. 12 – 16. 

Í Laugarnesinu verður fjölbreytt dagskrá frá öllum deildum LHÍ og býður Listkennsludeild Listaháskóla Íslands​ gestum að taka þátt í „Vísindagöldrum“ – smiðju fyrir alla aldurshópa, á mörkum lista, vísinda og galdra mili kl. 13-15.  Það er Jóhanna Ásgeirsdóttir​, myndlistarkona og meistaranemi í listkennsludeild, sem ætlar að kynna okkur fyrir efnafræði með galdramálningu sem skiptir um lit! 

Jóhanna Ásgeirsdóttir er myndlistarkona útskrifuð með BFA úr New York University en stundar nú MA nám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Meistaraprófsverkefnið hennar ber heitið Óravíddir og er sjónrænt stærðfræðinámsefni kennt í gengum málverk og smáforrit. www.joa.is

Um Háskóladaginn 

Háskóladagurinn 2019 fer fram laugardaginn 2. mars frá kl. 12 – 16. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. 

Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða. 

Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á ótal viðburði, kynningar og uppákomur.

Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com