Harbinger

Harninger: opnun — Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun einkasýningar Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar, ‘Retail’ eða Smásala, laugardaginn næstkomandi á milli 16 og 20.

Sýningin stendur til 30. maí og er opið í Harbinger föstudaga og laugardaga á milli 14 og 17, og eftir samkomulagi.

Smásala er hluti áframhaldandi seríu verka um matrix. Matrix merkir hér hvers kyns kerfi sem skilgreina útlínur veruleika. Það er að segja, hvers kyns kerfi hvaðan innan veggja hverra sýnist ekki vera neitt utan við, er við stöndum innan þeirra og upplifum þau umhverfa okkur. Smásölugeirinn er hluti efnismenningar samtíma-matrixsins. Hugtakið er notað fyrir þær verslanir sem eru ætlaðar neytendum sem vilja fullnægja persónulegum þörfum sínum. Þær eru loka áfangastaður eftir að vara hefur gengið í gegnum keðjuverkandi ferli upptöku, framleiðslu og dreifingar. Með öðrum orðum – það er staður þar sem skoða má hluti og velja sér eitthvað í skiptum fyrir gjaldmiðil.

Skúlptúrarnir sem eru til sýnis í Smásala eru innblásnir af hlutum sem seldir eru í búðum, og einnig af sýningakerfunum hvar slíkum hlutum er stillt fram. Slík kerfi eru gerð úr háglansandi efnum; plasthúðuðum spónaplötum, gleri og krómuðu stáli, sem öll voru vinsæl á 9. áratugnum, enda virðast gluggaútstillingar vera stílræn hylling til áttunnar. Það má vera að það sé tilviljun en það gæti einnig verið stílræn bending sem að endurspeglar það tímabil er framleiðsluskilyrðin voru fastmótuð í núverandi mynd.

Smásala fjallar því um fagurfræðilegar nautnir verslunarblætisins, um ánægjuna af skringileikanum sem því fylgir. Af því hvernig tál er innbyggt í vöruna; af orkuframlagi fjölda ónafngreinds fólks innan framleiðsluferlisins; af fjölbreyttum seremóníum peningaviðskipta; af sérviskulegu orðfæri smáa letursins, eða af litasamsetningum líðandi árstíða. En fyrst og fremst er Smásala dásömun á því hvernig verslun hefur öðlast sína eigin frumspekilegu tilveru. Nánast einsog rokokkó. Hún getur af sér tilbrigði á útfærslum líkt deilt sé niður í brota. Líkt og innsprenging yfirborða.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com