Borgarsögusafn

Harmóníkuhátíð og heyannir í Árbæjarsafni

Sunnudaginn 14. júlí, verður hin árlega Harmóníkuhátíð Reykjavíkur haldin í tuttugasta skiptið, venju samkvæmt í Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13:00. Á hátíðinni, sem haldin er í minningu stofnanda hennar Karls Jónatanssonar harmóníkufrumkvöðuls, koma fram margir af landsins bestu og þekktustu harmóníkuleikurum í fallegu umhverfi safnsins.

Á meðal harmóníkuleikara sem koma fram eru Reynir Jónasson, Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson. Félag Harmóníkuunnenda á Suðurnesjum slær sem endranær upp balli fyrir þá sem vilja dansa, í beinni samkeppni við Vitatorgsbandið ásamt hljómsveit frá Félagi Harmóníkuunnenda í Reykjavík sem halda einnig uppi fjörinu. Sérstakir gestir á hátíðinni í ár eru Kevin Solecki og Cory Pesaturo frá Bandaríkjunum. Kevin hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og Cory er þrefaldur heimsmeistari í harmonikuleik.

Á safninu geta gestir jafnframt fylgst með og tekið virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla, með þeim fyrirvara að veður haldist þurrt. Um aldir höfðu Íslendingar engin önnur verkfæri en ljá, orf og hrífu til að afla vetrarforðans. Víða var heyjað upp á gamla mátann fram yfir miðja síðustu öld, en nú eru gömlu handbrögðin sjaldséð í sveitum landsins. Missið ekki af þessu tækifæri til að komast í kynni við orf, ljá og hrífur og að taka þannig virkan þátt í heyönnum á Árbæjarsafni. Athugið að heyannir geta fallið niður ef veður er slæmt.

Dagskráin stendur frá klukkan 13-16 en safnið er opið 10-17.


Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Accordian Festival & Haymaking at Árbær Open Air Museum


The annual Accordion Festival in Reykjavik will be held at Árbær Open Air Museum on Sunday July 14th starting at 13:00. Participating are many of Iceland’s most known accordion players who will play joyful music for museum guests.

At the museum, visitors can also observe and participate in old traditional haymaking, provided that the weather remains dry. The old haymaking methods were still being practiced as late as 1960´s in many parts of Iceland, but today the machines have taken over. Participating in traditional hay making is not only interesting but also a lot of fun.

The program of the day ends with all accordion performers playing together. 

Make sure to stop at Dillon’s Café for a cup of coffee and freshly baked pastries before you leave.

Admission is free for children and disabled people.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com