Waiting Room

Harbinger: Waiting room – Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Dögg Mósesdóttir og Rakel McMahon

Laugardaginn 24. apríl á milli kl. 2 og 6 opnar sýningin WAITING ROOM í Harbinger.

Sýningin stendur til 9. maí og er opin frá 14-17 föstudaga og laugardaga. Harbinger er til húsa að Freyjugötu 1, 101 RVK. WAITING ROOM er þriggja rása vídjóverk eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Rakel McMahon.

Verkið byggir lauslega á gjörning sem var settur upp árið 2015 á gjörningahátíðinni PAO í Osló. Í verkinu birtast þrjár persónur sem eru innilokaðar á skjám. Þær endurtaka kunnulegar stellingar og hreyfingar sem eiga að sýna fegurð og kynþokka, horfa og láta horfa. En hvernig urðu ákveðnar líkamsstellingar og svipbrigði að fegurðarstaðli? Við fyrstu sýn kann að virðast sem um sé að ræða áhrif kláms og fjölmiðla en þegar nánar er að gáð má sjá bein tengsl þessara stellinga við grískar styttur og málverka á grískum vösum. Þessar líkamsstellingar spila ekki einungis stórt hlutverk í listasögunni, þær veita mikilvægar upplýsingar í sagnfræðilegu tilliti. Munu þær nokkru sinni breytast og er yfir höfuð þörf á því? WAITING ROOM tekur fyrir bið og doða, gægjuþörf og strípihneigð og hið hlægilega en þversagnarkennda mannlega ástand. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er rithöfundur og ljóðskáld sem býr og starfar í Reykjavík en hún hefur áður sett upp gjörninga í samstarfi við Rakel McMahon undir formerkjum W.C. (Wunderkind Collective). Dögg Mósesdóttir er kvikmyndagerðarkona sem hefur leikstýrt heimildarmyndum, stuttmyndum, auglýsingaherferðum og tónlistarmyndböndum, bæði hérlendis sem erlendis. Rakel McMahon útskrifaðist árið 2008 úr myndlist við LHÍ og hefur sett upp fjölda einkasýninga og samsýninga síðan. Hún hefur unnið um árabil að gjörningum og þá sérstaklega í samstarfi við aðra listamenn, auk þess að vinna með málverk og teikningar. Tónlist og hljóð: Einar Tönsberg
Myndataka: Carolina Salas
Leikari: Hjörtur Sævar Steinason

Verkefnið var styrkt af Myndlistarsjóð.
Harbinger er styrkt af Reykjavíkurborg. Fyrir frekari upplýsingar: Rakel (692-5099) Dögg (770 – 0577) Bergþóra (772 – 0337)

English//

Harbinger welcomes you to the opening of WAITING ROOM, Saturday April 24th between 2 and 6 pm
We kindly ask visitors to observe covid-restrictions and protocol.
WAITING ROOM is a three channel video by Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Dögg Mósesdóttir & Rakel McMahon.
The piece builds loosely on a performance which was shown at the performance festival PAO in Oslo in 2015.
In the video piece three persons appear, isolated on TV screens. They repeat familiar poses and movements intended to exhibit beauty and grace, to watch and to be watched. But how did select physical positions and expressions become a beauty standard? At first glance it may seem to be through the effect of porn and media, but upon closer inspection one can trace these positions back to the poses assumed by greek statues and in paintings on greek vases. These poses do not only play a large role in art history, they also provide important information from an anthropological perspective. Will they ever change and is there any need for them to do so?

WAITING ROOM takes a look at waiting and lethargy, voyeurism and exhibitionism and the amusing but paradoxical human condition.

The show runs until May 9th, open Fridays and Saturdays from 2-5 pm.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir is an author and poet, living and working in Reykjavík, Iceland. She has previously performed in collaboration with Rakel McMahon as W.C. (Wunderkind Collective).

Dögg Mósesdóttir is a film maker and has directed documentaries, short films, advertisements and music videos, both in Iceland and abroad.

Rakel McMahon graduated in 2008 with a BA in Fine Arts at the IAA and has since exhibited widely, both in solo and group shows. McMahon works largely with performance, especially in collaboration with other artists, as well as working in painting and drawing.

Sound & music: Einar Tönsberg
Cinematography: Carolina Salas
Actor: Hjörtur Sævar Steinason
This project was funded by the Icelandic Visual Arts Fund.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com