Harbinger

Harbinger: opnun — Fritz Hendrik IV — Kjarnhiti / Core Temperature

„Þú býrð í húsi reistu á sandi og þakið af því er hrunið. Hvað gerir þú? 
Kastaðu teningnum, talan sem þú færð ræður örlögum þínum.“ 

Föstudaginn 13. nóvember verður læst opnun á Kjarnhita, einkasýningu Fritz Hendrik IV í Harbinger. Vegna Covid 19 verður Harbinger lokað en hægt verður að bera sýninguna augum inn um gluggann. Hitalampar verða við gluggann þennan fyrsta dag sýningarinnar svo gestir geti hlýjað sér við innlitið. 
Sýningin Kjarnhiti tekst á við væntingar, örlög og vonbrigði á tímum hnattrænnar hlýnunar og faraldssjúkdóma. Hægt verður að sjá sýninguna utan frá allann sólarhringinn fram að jólum.  

Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistamaður sem að býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni fjallar hann m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á? 
Fritz hefur meðal annars haldið einkasýningar í Kling og Bang og Ásmundarssal auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum á borð við Tilvist mansins: skyssa að íslenskri samtímalistasögu (III) í Listasafni Reykjavíkur og Abracadabra, Moscow biennale for young art í Rússlandi. Verk Fritz eru í eigu fjölda einkaaðila og safnara sem og Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur. 

Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Launasjóði myndlistarmanna

“You live in a house built on sand and the roof has caved in. What do you do? 
Throw the dice, the number you get tells you your fate.”

On Friday the 13th of November we invite you to the locked opening of Core temperature, a solo exhibition by Fritz Hendrik IV in Harbinger. Due to Covid19, Harbinger’s doors will be closed but guests will be able to see the exhibition through the window. On this first day of the exhibition heat lamps will be installed outside to warm guests and passersby. The exhibition Core Temperature deals with expectations, fate and disappointment on times of global warming and viral diseases. The exhibition will be on display 24/7 until Christmas.

Fritz Hendrik IV (b. 1993) is an Icelandic artist currently living in Reykjavík. Fritz Hendrik is interested in the act of both the conscious and unconscious staging in life, art and culture. Fritz also tackles the relationship between tradition, perception and knowledge in his works. What do we know, how do we know it and what are we looking at?
Fritz has previously had solo exhibitions in Kling and Bang and Ásmundarsalur and taken part in various group exhibitions e.g. Human Condition: Draft of Contemporary Art History in Iceland [III] in The Reykjavík Art Museum and Abracadabra, International biennale for young art in Moscow, Russia. Works by Fritz can be found in both private and public collections such as The National Gallery of Iceland and The Reykjavík Art Museum.

The exhibition is funded by the Icelandic Visual Arts Fund and the Icelandic Artist Salary Fund.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com