Harbinger

Harbinger – Listamannaspjall og tónlistarleiðsögn

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall og tónlistarleiðsögn, föstudaginn 20 september á milli kl. 20 og 21, er Guðlaug Mía Eyþórsdóttir veitir áheyrendum innsýn í tilurð verka sinna, og þverflautuleikarinn Sindri Freyr Steinsson leiðir gesti um sýninguna.

Á sýningunni Verkin sýna merkin býður Guðlaug Mía áhorfendum í fagurfræðilegan leiðangur um kunnuleg stef úr hversdeginum. Hún skoðar skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi okkar, formrænu stigaganga, gluggasilla, anddyra, fatahengja. Efnistök hennar eru í íslenskum hversdagsveruleika, hreinum línum úthverfanna, postmódernisma Breiðholtsins. Í hinu manngerða umhverfi sem umlykur og innrammar kynslóð á eftir kynslóð eimir af viðmóti, andrúmslofti og heimssýn sem að síast inn í undirmeðvitundir þeirra sem þar dvelja. Guðlaug Mía skoðar gaumgæfilega formin sem byggja upp umhverfi okkar og þau efni sem formin samanstanda af. Þessir þættir eru efniviður hennar er hún lætur form, efni og litatóna endurraðast og mynda ný sambönd í skúlptúrum sem finna sér stað í sýningarýminu. Guðlaug veltir jafnframt fyrir sér ætluðum hlutverkum og hvernig þau breytast, hvernig notagildi breytist eftir virkjun hluta og rýma, og býr í verkum sínum til samhengi þar sem áhorfandi og skúlptúrar verka á víxl.

Sýning stendur til 28 september.

Guðlaug Mía Eyþórs­dóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún lauk svo mastersnámi frá Koninklijke Academie í Gent, Belgíu árið 2018. Í myndlist sinni ­skoðar Guðlaug Mía hluti og rými hversdagsins, bæði nærumhverfi okkar og almenningsrými. Með því að umbreyta stærðum, efnum og formi kunnuglegra hluta kannar hún hvernig huglægar tengingar áhorfandans finna sér sínar eigin merkingar. Meðfram sinnI eigin myndlist hefur Guðlaug Mía staðið að margvíslegum verkefnum innan myndlistar. Hún rak sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen í samstarfi við aðra myndlistarmenn. Einnig hefur hún staðið að myndlistarútgáfum og undanfarin tvö ár unnið að Bláa vasanum, stafrænum gagnagrunni um orð íslenskra myndlistarmanna.

This Friday, September 20th at 8pm, Harbinger welcomes you to an artist talk and a musical guided tour when the artist Guðlaug Mía Eyþórsdóttir gives the audience an insight into the work and the flutist Sindri Freyr Steinsson leads the viewers through the exhibition.

In the exhibition Verkin sýna merkin (The leads are in the deeds) Guðlaug Mía brings the viewer onto an aesthetic journey through familiar themes of the everyday. She looks at the sculptural structures of our manmade surroundings, the forms of stairwells, window sills, foyers, cloakrooms. Her subjects are drawn from the local quotidian reality, suburbia’s straight lines. The manmade habitat surrounding and framing generation by generation stores an attitude, atmosphere and world view, which seeps into the subconscious of those that dwell there. Guðlaug Mía takes a careful look at the shapes that make up the building blocks of our surroundings, and the materials of which these shapes consist. She concerns herself with these elements as she lets form, material and hue reshuffle and form new connections in sculptures that fit themselves into the exhibition space. Guðlaug simultaneously ponders proposed roles and how they develop, how function changes as objects and spaces are activated by visitors, and in her work creates a context where viewer and sculpture interact and activate one another.

The exhibition runs until September 28th.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (b.1988) received her BA in Fine Art at the IUA in 2012. She completed her MA of Fine Arts at the Koninklijke Academie in Gent, Belgium, in 2018.
Recurrent subjects in Eyþórsdóttir’s work are everyday objects and spaces, both public and private. By transforming sizes, materials and shapes of familiar objects she explores how the viewer’s connotations construct their own meaning. Alongside her own practice she has been involved in various art projects. She founded and ran, alongside other artists, the exhibition venues Kunstschlager in Reykjavík, and ABC Klubhuis in Antwerpen. She has also produced multiple publications and co-created Blái Vasinn, an online database of interviews and writing by Icelandic artists

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com