Listaháskólinn

Haraldur Jónsson heldur opinn fyrirlestur í Listaháskólanum

Föstudaginn 22. nóvember kl. 13 mun Haraldur Jónsson halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Í fyrirlestrinum mun Haraldur nálgast verk sín úr ólíkum áttum og flétta saman þá fjölmörgu þætti sem tengja þau saman. Skynjun á nánasta umhverfi, líkaminn, tilfinningar og tungumál eru leiðarstef sem liggja í gegnum allt hans höfundarverk. Verkin taka á sig fjölbreyttar birtingarmyndir og eru kveikjur að þeim oftar en ekki sú óvænta víxlverkun og margbrotna speglun sem á sér stað í bilinu milli skynfæra okkar í síbreytilegum kringumstæðum.

Haraldur Jónsson er fæddur árið 1961 í Helsinki, Finnlandi. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1984 – 1987, Kunstakademie Düsseldorf í Vestur-Þýskalandi 1987 – 1990 og Institut des Hautes Études í París, Frakklandi 1991 – 1992. Ferill hans spannar yfir þrjátíu ár og síðasta vetur var yfirlitssýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum auk þess sem hann var útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2019. Haraldur hefur verið stundakennari við myndlistardeild LHÍ allt frá stofnun skólans.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Facebook viðburður.

On Friday the 22nd of November at 13:00pm an open lecture by Haraldur Jónsson will be held at the Iceland University of the Arts, Laugarnesvegur 91.

In the lecture Haraldur will approach his work from different directions and combine the many elements that link them. Perception of the immediate environment, the body, emotions and language are leitmotifs throughout his body of work. The works take on diverse manifestations and the motivation is often the unexpected interaction and complex mirroring that takes place between our senses in everchanging circumstances.

Haraldur Jónsson was born in 1961 in Helsinki, Finland. He studied at The Icelandic Collage of Arts and Crafts from 1984-1987, Kustakademie Düsseldorf in West-Germany 1987-1990 and Institut des Hautes Études í París, France 1991-1992. His practice spans over thirty years and last winter the Reykjavík Art Museum hosted a mid-career retrospective exhibition of his work at Kjarvalsstaðir and this year he was elected the official Artist of Reykjavík. Haraldur has been a part-time lecturer at IUA‘s Department of Fine Art since the foundation of the school.

The lecture will be held in english and is open to all. Facebook event.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com