SigrunH

Hamskipti: Sigrún Inga Hrólfsdóttir – opinn fyrirlestur í LHÍ

(English below)

Föstudaginn 31. mars kl. 13 mun Sigrún Inga Hrólfsdóttir halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Sigrún er ein af þremur stofnendum Gjörningaklúbbsins (1996). Verk þeirra eru af margvíslegum toga og unnin í ýmsa miðla en eiga það sameiginlegt að eiga rætur í gjörningalist. Í verkum Gjörningaklúbbsins má oft sjá samspil margra ólíkra táknmynda sem kunna að virðast abstrakt við fyrstu sýn, en eru í raun kunnuglegar myndir sem eiga rætur í sameiginlegum menningararfi og varpa ljósi á kerfi og ósýnilegar reglur samfélagsins. Verk Gjörningaklúbbsins hafa verið sýnd um allan heim og eru í eigu helstu safna á Íslandi og fjölmargra erlendra opinberra og einkasafna. Síðasta einkasýning Gjörningaklúbbsins, Love Conquers All var sett upp í ARosS, Aarhus Kunstmuseum árið 2016. Gjörningaklúbburinn var einnig á úrvalslista sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2016.

Sigrún hefur auk þess unnið að eigin myndlist í ýmsla miðla, aðallega teikningu, vídeó og innsetningar en hefur nú í seinni tíð snúið sér meira að málverki. Síðasta einkasýning Sigrúnar nefndist Hin ókomnu og var sett upp í Kunstschlager í Reykjavík. Þar voru sýnd málverk og innsetning. Í verkum sínum skoðar Sigrún hið óefnislega svæði tilfinninganna og samspil hins innri heims þess persónulega við hinn ytri heim hugmynda, hluta og tákna.

Sigrún Inga Hrólfsdóttir er fædd árið 1973 í Reykjavík. Hún stundaði myndlistarnám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti frá 1990-93, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993 – 96 og mastersnám við Pratt Institute í New York frá 1996-97. Hún hefur einnig numið listfræði og heimspeki og útskrifaðist með meistaragráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2016. Sigrún er deildarforseti myndlistardeildar.

Hamskipti er yfirskrift fyrirlestrarraðar í myndlistardeild Listaháskóla Íslands nú á vorönn. Mikil endurnýjun hefur orðið meðal fastráðinna kennara deildarinnar að undanförnu, en alls tóku 5 nýjir háskólakennarar til starfa við deildina á haustmánuðum 2016.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Facebook viðburður.

On Friday the 31st of March at 13:00 an open lecture by Sigrún Inga Hrólfsdóttir will be held at the department of fine art, Laugarnesvegur 91.

Hrólfsdóttir is one of three founders of the artists group The Icelandic Love Corporation. Their work varies in scale and medium originally deriving from performance art. They play with diverse ideas, materials, structures and symbols, to explore the integral systems and invisible rules of society. The Icelandic Love Corporation has exhibited world wide and their work is included in all major public collections of Iceland, as well as private collections home and abroad. The Icelandic Love Corporation most recent solo show at ARoS, Aarhus Art Museum, is called Love Conquers All, after their original slogan. The Icelandic Love Corporation was shortlisted as the Icelandic representative for the Venice Biennial 2016.

Sigrún has also worked on art individually. Working in different media she explores the intangible realm of emotions, and the interplay of the inner world and the personal with the outer world of others, ideas, symbols and materials on a broad spectrum. Sigrún’s last solo exhibition, The Future Ones, at Kunstschlager, Reykjavik, consisted of paintings and an installation.

Sigrún was born 1973 in Reykjavik, Iceland. She studied art at College of Breiðholt, The Icelandic College of Arts and Crafts (BFA) and Pratt Institute in New York (MFA). She has also studied art theory and philosophy and graduated with an MA degree in philosophy from The University of Iceland in 2016. Sigrún is Dean of Fine Art Department of the Icelandic Academy of the Arts.

Metamorphosis is the caption for a series of lectures held at the department of Fine Art at the Iceland Academy of the Arts this spring. In the lectures, new teachers at the department will introduce subjects and research in their practice, which contributes to the conversation about different approaches in ne art within the department and in the cultural environment.

The lecture will be held in english and is open to all. Facebook event.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com