Hildur

Hamskipti: Hildur Bjarnadóttir – opinn fyrirlestur í LHÍ

(ENGLISH BELOW)

Föstudaginn 28 apríl klukkan 13:00 mun Hildur Bjarnadóttir halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Myndlistardeildar Listaháskóla Íslands.

Síðustu ár hefur Hildur unnið viðamikið verkefni sem á sína efnislegu og hugmyndalegu rætur í landspildu sem hún eignaðist fyrir nokkrum árum í Flóahreppi. Landið er uppspretta lita fyrir ofin málverk og lituð silkiverk sem mynda svæði og ástand í sýningarsölum. Það er rýmishugsun litarins sem yfirfærist af plöntum landsins í ofið efni. Eldri verk hennar byggja á handverki sem tengt er konum og í einu tilteknu verkefni ömmu Hildar og tengsl hennar við ákveðinn stað í gegnum gróður sem þar vex. Í verkum Hildar er liturinn efniviður sem ber með sér upplýsingar um staðinn og það fólk sem umgengst hann. Fyrir Hildi er landspildan í Flóahreppi vettvangur til að velta fyrir sér viðfangsefnum í tengslum við það að eiga sér rætur á tilteknum stað og ennfremur þeirri vistfræðilegu röskun sem umgengni mannsins við náttúruna getur valdið.


Hildur Bjarnadóttir býr og starfar í Reykjavík og í Flóahreppi. Hún lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992 og útskrifaðist árið1997 með MFA próf frá Nýlistadeild Pratt Institute í Brooklyn, New York. Haustið 2013 hóf hún doktorsnám í myndlist við Listaháskólann í Bergen sem hún lauk í byrjun árs 2017. Hildur hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim og má þar nefna; Vistkerfi Lita í Vestursal Kjarvalsstaða 2016, Colors of belonging í Bergen Kjøtt í Noregi 2015, Subjective systems í Kunstnerforbundet í Oslo og Kortlagning lands í Hverfisgallerí árið 2014, Flóra Illgresis í Hallgrímskirkju 2013, Samræmi í Hafnarborg ásamt Guðjóni Ketilssyni, 2011. Hildur gegnir stöðu dósents við Meistaranám myndlistardeildar Listaháskóla Íslands.

Hamskipti er yfirskrift fyrirlestrarraðar í myndlistardeild Listaháskóla Íslands nú á vorönn. Mikil endurnýjun hefur orðið meðal fastráðinna kennara deildarinnar að undanförnu, en alls tóku 5 nýjir háskólakennarar til starfa við deildina á haustmánuðum 2016.

Þau eru Ólöf Nordal, (sem hélt opinn fyrirlestur í nóvember 2016), Carl Boutard, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Bjarki Bragason og Hildur Bjarnadóttir. Auk þess sem nýr deildarforseti, Sigrún Hrólfsdóttir tók til starfa 1. mars 2016. Á fyrirlestrunum kynna kennararnir viðfangsefni sín og rannsóknir innan myndlistar, sem stuðlar að ríkara samtali um myndlist og mismunandi nálganir, innan deildarinnar og í fagsamfélaginu.

Í fyrirlestrinum mun Hildur fjalla um vinnuaðferðir sínar í gegnum þrjú verkefni: Samræmi, Flóra Illgresis og Vistkerfi Lita. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Facebook viðburður

On Friday the 28th of April at 13:00 an open lecture by Hildur Bjarnadóttir will be held at the Department of Fine Art, Laugarnesvegur 91.

During the last few years Hildur has worked on an extensive project which has its material and conceptual roots in a piece of land she acquired some years ago in Flóahreppur in the south of Iceland. The piece of land is the source of colors for woven paintings and colored silks which create areas and situations within exhibition spaces. It is the spacial element of the color which transfers from the plants into woven fabric. Hildur’s older work builds on a female handcraft tradition and in one specific project Hildur’s grandmother and her connection to a piece of land in Hvalfjörður through the plants that grow there. In Hildur’s work color is a material which carries information about the place and the people which are involved with it. For Hildur, the land functions as a platform to contemplate issues of belonging and ecological disruption.

Hildur Bjarnadóttir lives and works in Reykjavík and Flóahreppur. She graduated from the textile department of The Icelandic College of Arts and Crafts in 1992 and finished her MFA degree from the fine arts department in Pratt Institute, Brooklyn, New York in 1997. Autumn 2013 she started working on her PhD in fine arts at the Bergen Academy of Art and Design which she completed in February 2017. Hildur has held many solo exhibitions all over the world, including 2016; Ecosystem of Color at Kjarvalsstaðir, Colors of Belonging in Bergen Kjøtt, Norway, 2015; Subjective Systems in Kunstnerforbundet in Oslo and Mapping a Piece of Land in Hverfisgallery, 2014; Flora of Weeds in Hallgrímskirkja, Reykjavík, 2013; Coherence with Guðjón Ketilsson in Hafnarborg, 2011. Hildur is associate professor in the MA program at The Iceland Art Academy.

Metamorphosis is the caption for a series of lectures held at the department of Fine Art at the Iceland Academy of the Arts this spring. In the lectures, new teachers at the department will introduce subjects and research in their practice, which contributes to the conversation about different approaches in ne art within the department and in the cultural environment.

They are: Ólöf Nordal (that had an open lecture in November 2016), Carl Boutard, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Bjarki Bragason and Hildur Bjarnadóttir. Additionally, since March 1st 2016, Sigrún Inga Hrólfsdóttir has held the position of dean at the department. In the lectures, teachers will introduce subjects and research in their practice, which contributes to the conversation about different approaches in fine art in within the department and in the cultural environment.

In her presentation Hildur will talk about her working methods through three projects: Coherence, Flora of Weeds and Ecosystem of Colors. The presentation will be held in English is open to all.

Facebook event

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com