Bjorg Orvar Syning Jul2017

Haltu á mér hita- Björg Örvar opnar í Grafíksalnum

Björg Örvar opnar í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17. laugardaginn 29. júlí kl 17.00. Hún sýnir nokkur valin málverk, máluð á síðastliðnum tíu árum.

“….Enginn maður getur sagt hvað hann er. En það kemur fyrir að hann geti sagt hvað hann er ekki. Maður vill að sá sem enn leitar hafi náð settu marki. Þúsund raddir segja honum nú þegar hvað hann hefur fundið en hann veit að það var ekki þetta. Halda leitinni áfram og leyfa þeim að tala? Auðvitað. En maður verður að verja sig stöku sinnum. Ég veit ekki hvers ég leita, ég nefni það gætilega, ég tek það aftur, ég endurtek mig, ég sæki fram og ég hörfa. Það er lagt að mér að gefa því nöfn, eða nafn, í eitt skipti fyrir öll. Þá rís ég upp: það sem maður nefnir, er það ekki þegar glatað? Þetta er í það minnsta það sem ég get reynt að segja….”

(Úr L´Énigme (Ráðgátan) eftir Albert Camus. Þýð. Ásdís R. Magnúsdóttir)

Sýningin stendur frá 29. júlí – 13. ágúst og er opin fim, föst, laug og sunnudaga frá 14 -17.00.

Frekari upplýsingar um feril Bjargar má finna á www.bjorgorvar.com.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com