0bodskort Hvassast Myndl

Hallgerður Hallgrímsdóttir gefur út ljósmyndabókina Hvassast

Ljósmyndabókin Hvassast, eftir Hallgerði Hallgrímsdóttir er að koma út.
Þér er boðið í útgáfuteiti og sýningu næstkomandi laugardag, þann 8. október, í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15. Teitið verður á Kaffitári, til vinstri þegar gengið er inn, milli klukkan 17 og 19. Þangað geta bakhjarlar verkefnisins sótt bækurnar sínar, heilsað upp á höfundinn og gætt sér á veigum en meðal annars verður boðið upp á áfenga og óáfenga kaffidrykki.

Bókin kemur út með hjálp fjölda bakhjarla en útgáfa Hvassast var hópfjármögnuð á Karolina Fund. Bókin, sem er fyrsta ljósmyndabók höfundar, er hönnuð af Lóu Auðunsdóttur og í henni er tekist á við íslenskan hversdag með ljósmyndum af ýmsum toga og íslenskum veðurorðum.

„Hvassast er ljósmyndaleg rannsókn á íslenskum hversdegi. Samansafn eilífra augnablika, fjalla sem ekki gjósa, endurtekinna daga og óræðra andlita. Hinn skáldaði raunveruleiki er leikfang ljósmyndarans. Ljósmyndin er ekki svar, hún er tillaga. Hvassast úti við sjóinn er samansafn tillaga. Tillaga sem sýna fast land og breytilegt, áferðir, skýjafar og svefnóra. Sýna fábrotnu kyrrðina og fólkið sem í henni býr.“ – Hallgerður Hallgrímsdóttir

Viðburðurinn á Facebook.

hallgerdur.hallgrims@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com