15289209 555164138014241 3412188111472844540 O

Halldór Ragnarsson sýnir “Útskýringar” í Gallerí Gróttu

Myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson opnaði sýningu sína Útskýringar í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 8. desember. Á sýningunni veltir Halldór fyrir sér stöðu myndlistarmannsins með því að leggja áherslu á vinnuferlið í aðdraganda sýningarinnar.

Kveikjuna að sýningunni má rekja til átaks á vegum SÍM sem nefnist Við borgum myndlistarmönnum, ásamt svari úr tölvupóstasamskiptum á milli Halldórs og forstöðumanns menningarsviðs Seltjarnarnesbæjar, þar sem listamaðurinn fékk neitun við fyrirspurn sinni um það hvort bæjarfélagið greiddi efniskostnað eða laun við sýninguna. Halldór kaus að gera verk úr svarinu fyrst með því að vélrita svarið og vinna svo áfram með það eins og um verk væri að ræða.

Halldór Ragnarsson er fæddur 1981 í Reykjavík. Hann lauk B.A. gráðu (2007) og M.A. gráðu (2014) frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands eftir að hafa numið heimspeki áður við Háskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýningum; bæði hér og erlendis. Útskýringar er hans ellefta einkasýning.

Sýningin stendur til 6. janúar 2017.

Allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com