Bolfesta 15

Halla Birgisdóttir sýnir í Listasal Mosfellsbæjar

Halla Birgisdóttir – Það sem er ósagt

25. júní – 29. júlí

Listasalur Mosfellsbæjar

OPNUN sýningarinnar verður
SUNNUDAGINN 25. júní kl. 14-17

Ég skapa hér frásagnarrými þar sem ég velti fyrir mér því sem er ósagt. því sem er lesið á milli lína. því sem er gefið í skyn. því sem er þagað um. því sem þarf ekki að segja upphátt. það sem við getum ekki sagt. Þögn sem getur bæði breikkað og minnkað bil. og margt þar á milli. ég býð þér að ganga inn í mínar vangaveltur og gef þér næði fyrir þínar.

Halla Birgisdóttir (f. 1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2013. Hún hefur síðan þá haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um landið og erlendis.

Opið 12 – 18 virka daga. Laugardaga 13 – 17
Gengið inn í Listasalinn í gegnum Bókasafn Mosfellsbæjar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com