FTLOC LEVY 01

“HAFRÚN” sýningaropnun 14. september 2019 – Í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Listamenn/Artists: Sonia Levy, Karen Kramer

Sýningarstjóri/Curator:  Gústav Geir Bollason

Texti/Text: Nella Aarne

Verksmiðjan á Hjalteyri, 14.09 – 13.10 2019 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.

Facebook Event

Opnun laugardaginn 14 september kl. 14:00-19:00. Strýtan, safn Erlends Bogasonar verður opið á sama tíma!

Hafrún

Hafrún var gælunafn notað um elstu þekktu skelfisktegund af ættinni Arctida islandica, eða Kúfisk (Kúskel – Ocean Quahog). Síðan hún var veidd upp úr hafinu við strendur Grímseyjar árið 2006, hefur Hafrún orðið vitni að dramatískri byggðamyndun í Nýja heiminum,  kjarnorkusprengingunum og fyrstu merkjum um hnattræna hitnun nútímans á 507 ára æviferli sínum. Þegar verksmiðjan var byggð var kúfiskurinn (kúskelin) þegar orðinn 451 árs gamall.

———–

Sonia Levy og Karen Kramer starfa í Lundúnum og eiga áhugann á sjávarlífverum sameiginlegan, umhverfisbreytingar af mannavöldum og flækjuhegðun lífkerfa. Bæði vinna með hluti, hreyfimyndir og hljóð með sérstakri áherslu á hljóðrými. Með því að nota áþreifanlegan arkítektúr verksmiðjunnar eins og kóralrif, mun Hafrún endurmyndgera hana með vísun í hlutinn, rústina og lífið sem er samfléttað því.

Sýningin opnar 14 september og stendur til og með sunnudagsins 13 október.

Listamennirnir Sonia Levy og Karen Kramer færa Verksmiðjuna á Hjalteyri á kaf í undirdjúp sjávarins með sýningunni Hafrúnu. Þetta er fyrsta samstarfsverkefni Levy og Kramer, sem báðar eru búsettar í London en á sýningunni fléttast áhugi þeirra á sjárvarlífi, umhverfisáhrifum af mannavöldum og samofnum lífsformum og vistkerfum saman í gegnum innsetningar og kvikmyndir.  Sýningin er gegnsýrð af byggingarsögulegu samhengi síldarverksmiðjunnar, sem var reist á skömum tíma úr steinsteypu til að svara þörfum sjávarútvegsins á sjötta áratug 20. aldar. Síðan var verksmiðjan yfirgefin af gróðafyrirtækinu sem stóð fyrir framkvæmdunum og nú er þessi gamla verksmiðja rústir iðnaðarframleiðslu, ómandi af ummerkjum um votar sögur sem eru greyptar í efni hennar.

Elstu kúskel sem veiðst hefur var gefið nafnið Hafrún eftir að hún var dregin á land í Grímsey árið 2006, þar sem hún lést í höndum vísindamanna. Þegar Hafrún var veidd var hún 507 ára gömul og hafði því lifað þau þrjú tímaskeið sögunnar sem talin eru marka upphaf mannaldar: innrásina í nýlenduríki Ameríku, iðnbyltinguna og Hröðunina miklu á 20 öld, sem einkennist af hraðri þróun kjarnorkutækni. Líkt og árhringir trés varðveitir skel kúfiskins nákvæmar upplýsingar um þær aðstæður sem skelin hefur lifað við. Skeljarnar eru rannsakaðar eins og efnislegt skjalasafn sem veitir upplýsingar um umhverfisáhrif margar aldir aftur í tímanum. Með viðmiðum sem hafa verið sett af Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna eru þessar upplýsingar greindar í þeim tilgangi að spá fyrir um framtíð vistkerfis jarðarinnar.

Akkeri sýningarinnar er samnefnd kvikmynd Soniu Levy, (Hafrún, 2019), sem hún tók upp með aðstoð Erlends Bogasonar kafara. Tveggja rása vídeóinnsetning sýnir ferlið sem á sér stað þegar  gögnum frá kúskeljum í hafinu er safnað fyrir rannsóknarstofu. Skeljarnar eru vandlega merktar, mældar, greiptar í trjákvoðu og skornar til að rannska mynstrið innan í flóknu innra lagi þeirra, sem séð í smásjá minnir á landslagskort af fornu landslagi. Hárnkvæmt ferlið við nám og greiningu er sýnt við hlið myndskeiða Erlends Bogasonar af neðansjávarhitahverum á grynningum nálægt norðurströnd Íslands. Það er í grennd við þessa hveri sem Hafrún fannst fyrir rúmum áratug. Þessi göt á sjávarbotninum, þar sem hveravatnið flæðir upp í kaldan sjóinn, eru heimkynni sjávarlífvera og einn af mögulegum stöðum þar sem lífið gæti hafa átt uppruna sinn. 

[…]

Eldri en Hafrún er kvikmyndin Af ást á kórölum (For the Love of Corals, 2018) en hún fjallar um skuld okkar og ábyrgð gagnvart förunautum okkar í hafinu. Við gerð myndarinnar var fylgst með teymi sjávarlíffræðinga og umsjónarmanna fiskibúra í kjallaranum á Horniman Museum and Gardens í London, þar sem þeir vinna frumkvöðlarannsóknir á tímgun kóralla. Með því að líkja eftir aðstæðum við Kóralrifið mikla á sérútbúinni rannsóknarstofu, varð teymið það fyrsta í heiminum til að tímga  fangaða kóralla. Tveggja rása kvikmynd Soniu Levy skoðar hvort safnið geti haldið utan um samvinnuverkefni þess sameiginlega markmiðs tegundanna að lifa af, þar sem ný viðmið í umhverfisvernd og náttúrufræði koma fram og standa saman gagnvart hraðri hnignun vistkerfisins. Á sama tíma og safnið endurómar gildi Upplýsingarinnar þar sem maðurinn beislar náttúruna  – þar sem kórölunum er í raun haldið föngum sem hluti af „lifandi safneign“ Hornimans safnsins – þá er sameiginlegur vilji til að bjarga kórölunum frá eyðileggingu mannsins skapandi tilraun til að sameina lifandi verur og líftækni. Levy sýnir hvernig vísindamennirnir og kóralarnir skapa sinn eigin sameiginlega heim í gegnum daglega vinnu og umhyggju fyrir lífinu.

Þótt afstaða Levys til vísindalegra framfara sé tvíræð er það í dæmisögu Karenar Kramer sem tækniframfarir mannsins, sérstaklega í átökum við líkama vatnsins, afhjúpa óheillavænlega getu sína til fulls. Í kvikmyndinni Sverðhalar (Limulus 2013) segir loftlaus Mikka mús blaðra, sem nú er orðin snjáð og gleymt rusli í hafinu, frá kynninum sínum af skeifukrabba á sjávarbotni. Draugalegur sögumaður okkar hefur orðið vitni að hörmungum vatnaverunnar, sem eftir að hafa lifað á jörðinni í 450 milljónir ára, er nú við það að deyja út vegna þess að maðurinn hefur ástundað gegndarlausa söfnun á blóði hennar til notkunar í lyfjafræði. Frásögnin er trufluð með innskotum frá Seeburg Olympian júkboxi, nýlegri en þó úreltri mannlegri uppfinningu, sem undirstrikar hlutfallslega stuttan líftíma viðleitni mannsins. Kramer beini athyglinni að tímakvarða sem er handan mannlegrar tilvistar til að gera áþreifanlega eyðilegginguna sem sjálfsbjargarhvöt okkar tegundar hefur valdið forsögulegum lífsformum, í hvers samanburði viðdvöld okkar á jörðinni er skömm.

[…]

Í Verksmiðjunni á Hjalteyri fljóta Levy og Kramer í gegnum og á meðal líkama vatnsins af umhyggju og varúð, þar sem þær eru sér meðvitaðar um viðkvæmni þeirra og styrkleika. Með innsetningu Kramers, sem minnir á bylgjuhreyfingar neðansjávarrifs og myndskeiðum Levy‘s og Erlends Bogasonar sem tekin eru neðansjávar, minna listamennirnir á uppruna byggingarinnar í vatninu. Steinsteypubygging hinna kapítalísku rústa breytist í rif þar sem ólík lífsform og hugmyndir geta gripið sig fasta og ímyndað sér framtíð handan við mannlega tilvist. Þegar verk Levys og Kramers koma saman sýna þau skapandi útvíkkun listræns hugvits sem mögulega væri hægt að virkja til að fjalla um og ná utan um ákafa hættunnar sem vofir yfir vistkerfinu og hefur smám saman verið að koma í ljós. 

                                                                         Þýðing: Margrét Elísabet Ólafsdóttir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com