Hafnarborg óskar eftir að ráða umsjónarmann fasteignar

Umsjónarmaður fasteignar – Hafnarborg

Hafnarborg óskar eftir að ráða umsjónarmann fasteignar í 50% starf

Hafnarborg er menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýningardagskrá safnsins er fjölbreytt og rekið er öflugt fræðslustarf með leiðsögnum og fyrirlestrum sem tengjast sýningunum. Tónleikar eru fastur liður í starfseminni.

Helstu verkefni:
Umsjón fasteignar og eftirlit með safngripum
Umsjón með uppsetningum sýninga og annarra viðburða í húsinu
Eftirlit og umsjón með listaverkageymslum
Umsjón með útilistaverkum og viðhaldi þeirra

Hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi
Góð samstarfs- og samskiptafærni
Þjónustulund
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar í síma 585 5790, agusta@hafnarfjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 12. október nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Sjá nánar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com