Image006

Hafnarborg: Málþing í tengslum við sýninguna Allra veðra von

Fimmtudagskvöldið 4. október kl. 20 verður haldið málþing í Hafnarborg í tengslum við sýninguna, Allra veðra von.

Sýningin fjallar um samband mannsins við veður. Eftir eitt versta sumar í manna minnum á suðversturhorni landsins og öfga í veðri um heim allan er þetta viðfangsefni ofarlega í hugum manna. Veðrið hefur áhrif á okkur; umhverfi okkar og andlega líðan og nú á tímum hnattrænnar hlýnunar og breytinga á veðurkerfum heimsins er það þungur biti að kyngja að við sjálf berum ábyrgð á því að miklu leyti. Listakonurnar nálgast viðfangsefnið hver með sínum hætti og sækja föng í þjóðfræðilegar og mannfræðilegar heimildir, fornar sagnir, loftslagsvísindi, upplifanir og atburði líðandi stundar þar sem kjarninn er alltaf manneskjan frammi fyrir veðri. Sýningarskrá með viðtölum við fræðifólk og aðstandendur sýningarinnar verður fáanleg í afgreiðslu safnsins.

Allra veðra von er sú áttunda í haustsýningaröð Hafnarborgar þar sem hugmynd sýningarstjóra er valin úr innsendum tillögum. Á sýningunni eru verk eftir Höllu Birgisdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Ragnheiði Maísól Sturludóttur, Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur ogSteinunni Lilju EmilsdótturSýningarstjóri sýningarinnar er Marta Sigríður Pétursdóttir.

Þátttakendur málþingsins eru Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur, Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, Marta Sigríður Pétursdóttir, sýningarstjóri. Fundarstjóri er Marteinn Sindri Jónsson, heimspekingur og aðjúnkt við hönnunar og arkitektúr deild Listaháskóla Íslands.

Listakonurnar Halla Birgisdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Steinunn Lilja Emilsdóttir taka þátt í umræðum.

Sjá nánar um dagsrká málþings o.fl. á heimasíðu Hafnarborgar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com