Vestrahorn Jeppesen

Hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu: Fornar verstöðvar

Fornar verstöðvar

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12 flytur Karl Jeppesen erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Karl hefur ljósmyndað fornar verstöðvar um allt land. Ástand verstöðvanna er misjafnt. Víða sjást minjarnar glögglega en á öðrum stöðum eru þær horfnar af yfirborði jarðar. Á Veggnum í Þjóðminjasafni Íslands er sýnt úrval þessara mynda.

Sýningin Fornar verstöðvar var opnuð 20. janúar 2018 og stendur yfir til 27. maí 2018. Í tilefni sýningarinnar kom út bók með ljósmyndum Karls Jeppesen, Fornar hafnir – útver í aldanna rás.

Fyrirlesturinn er annar í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins vorið 2018. Verið öll velkomin.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com