Goddur

Hádegisfyrirlestur með Goddi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á föstudag

(ENGLISH BELOW)

Orðræða listasýninga er yfirskrift hádegisfyrirlestrar sem Goddur verður með í Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 4. maí kl. 12:10.

Goddur, rannsóknarprófessor í LHÍ, fjallar um orðræðu mynda og myndmáls í tengslum við sýningu safnsins Þessi eyja jörðin. Margir verða hvumsa þegar þeir rýna í texta í sýningaskrám og kynningum á sýningum og skammast sín jafnvel fyrir að skilja ekki neitt. Að hluta til er þetta afleiðing háskólavæðingar í sjónmenntum. Goddur mun gera tilraun til þess að útskýra á mannamáli hvað átt er við með þessum ritsmíðum sem voru upphaflega hugsaðar til að auka skilning á myndmáli en enda á því að flækja hann í raun.

Allir velkomnir, og ókeypis aðgangur.

 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð

101 Reykjavík

/////////////////////

The Rhetoric of Art Exhibitions is the title of a talk given by Goddur at Reykjavík Museum of Photography, Friday May 4th at 12:10. Goddur, professor at the Iceland University of the Arts, will discuss the rhetoric in exhibition catalogs in conjunction with the ongoing exhibition “This Island Earth” at the Reykjavík Museum of Photography.

The talk will be in Icelandic – Free admission.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com