Hádegisfyrirlestur í myndlistardeild – Bjarki Bragason

IMG_6179     KKA - BJARKI BRAGASON - Hands Movie Long HD v2 speedup.10_07_05_22.Still018

 

BJARKI BRAGASON – PAST UNDERSTANDINGS / DESIRE RUIN

 

HÁDEGISFYRIRLESTUR Í MYNDLISTARDEILD

 

Mánudaginn 26. janúar kl. 12.30 mun Bjarki Bragason halda fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Bjarki Bragason lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og Universität der Künste í Berlín. Hann lauk framhaldsnámi við California Institute of the Arts í Los Angeles árið 2010. Bjarki hlaut styrk úr Listasjóði Dungals og Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur árið 2008 og Lovelace Scholarship við CalArts 2009-10. Bjarki hefur setið í stjórn Nýlistasafnsins og stýrt ýmsum verkefnum ásamt því að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

Í fyrirlestrinum mun Bjarki fjalla um sýninguna Past Understandings sem haldin var í antíkdeild Grískra og Rómverskra fornmuna í Listasögusafninu Kunsthistorisches Museum og Desire Ruin í steinefnadeild Náttúrusögusafnsins Naturhistorisches Museum í Vínbarborg í fyrra.  Sýningin fjallar um sögu húsgagna antíkdeildarinnar og uppruna þeirra í Forngrísku borginni Ephesus í Tyrklandi. Seint á 19 og snemma á 20 öld var sú venja viðhöfð að saga niður byggingar sem fundust í fornleifauppgröftum og breyta þeim í stöpla fyrir söfn í Evrópu. Vídeóverk og skúlptúrar á sýningunni virka sem nokkurskonar neðanmálsgreinar við safneignina, og velta fyrir sér hlutverki skáldskapar í sögulegri frásögn.

Desire Ruin í steinefnadeild Náttúrusögusafnsins fléttar Bjarki saman sögu pólska arkítektsins Dr. Olgierd Czerner sem endurbyggði stóra borg í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og bandaríska vísindamannsins Donald R. Currey sem á umdeildann hátt felldi elsta tré jarðar til þess að skoða það.

Um haustið 2014 dvaldi Bjarki í residensíunni Kultur Kontakt Austria í Vínarborg og vann með sýningarstjórunum Giuliu Tamiazzo og Judith Stöckl sem saman reka Kunstverein On Site.  Sýningar hans í söfnunum tveimur voru grundaðar í rannsóknum á sögum einstaklinga og hluta sem á vissum tímum verða lýsandi fyrir pólitíska sögu.

Í verkum sínum skoðar Bjarki hugmyndir um tíma, breytingar, tungumál, fornleifafræði og byggð rými. Hann hefur rannsakað ímyndir í gegnum sögur einstaklinga, staða og bygginga sem á einhverjum tímapunkti verða lýsandi fyrir pólitískar breytingar og sviftingar. Undanfarið hefur hann skoðað tímabilaruglning í rústum módernískra bygginga, útdauðra plantna og náttúrulegra fyrirbæra.

Á meðal annarra nýlegra sýninga Bjarka eru Eins og eins í Hverfisgalleríi árið 2014, Eftilvill í því sem hann í Harbinger, 2014, Nordic Art Today í St. Pétursborg, 2011, og Distance Plan í Favorite Goods í Los Angeles 2012.

 

Nánari upplýsingar um Bjarka er að finna á vefsíðunni: http://bjarkibragason.com

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Opnir fyrirlestrar í myndlistardeild

 

Á ári hverju heldur fjöldi lista- og fræðimanna erindi um verk sín og hugmyndir á fyrirlestrum í myndlistardeild. Fyrirlestrarnir eru opnir almenningi og er ætlað að kynna margþætt viðfangsefni úr heimi lista og samtímamenningar og hvetja til umræðu um þau. Fyrirlestrarnir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar og eru ætlaðir til að efla tengsl milli nemenda og starfandi lista- og fræðimanna.

 

Fyrirlestrar í myndlistardeild fara fram í fyrirlestrarsalnum að Laugarnesvegi 91. Þeir eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis.

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com