Egill Original Mynd

Hádegisfyrirlestur Egils Sæbjörnssonar næstkomandi mánudag, 18.sept! í Myndlistardeild Listaháskólans.

EGILL SÆBJÖRNSSON:

SPÓLAÐ Í GEGNUM FERILINN Á GÍFURLEGRI FART – HÁDEGISFYRIRLESTUR.

Mánudaginn 18. September mun Egill Sæbjörnsson halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Með tilraunamennskuna í fyrirrúmi, blandar Egill saman tónlist, skúlptúr, myndbandsvörpun og hreyfimyndagerð í bland við eigin gjörninga –  ýmist í hlutverki látbragðsleikara, leikara, ræðumanns, tónlistarmanns eða söngvara  –  og skapar þannig skáldaðar rýmistengdar aðstæður. Venjulegir og hversdagslegir hlutir, hvort sem um er að ræða plastfötur, grófa steina, vegg eða handtöskur, lifna við í verkum Egils – verða leikrænni, ljóðrænni, leikglaðari – og draga þannig áhorfandann inn í undursamlegan heim þar sem hið raunverulega og hið ímyndaða  tekst á.

Egill fór fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn í ár þar sem hann gekk til liðs við tröllin tvö sem urðu listamenn, Ūgh and Bõögâr, á sýningunni Out of Controll.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

 

EGILL SÆBJÖRNSSON:

SPÓLAÐ Í GEGNUM FERILINN Á GÍFURLEGRI FART – HÁDEGISFYRIRLESTUR.

On Monday the 18th of September at 12.30 pm an open lecture by Egill Sæbjörnsson will be held at the department of fine art Laugarnesvegur 91.

At the forefront of experimentation, Egill combines music, sculpture, video projection and animations, as well as his own performance – whether as a mime artist, speaker, actor, musician, or singer – to create fictional spatial narratives. Theatrical, poetic and playful, ordinary dormant, objects come alive in Sæbjörnsson’s works – be they plastic buckets, a wall, rough stones or handbags – drawing the viewer into a wondrous world where the real and the imagined collide.

Sæbjörnsson represents Iceland at 57th International Art Exhibition – La Biennale di Venezia, where he joined forces with the two trolls turned artists, Ūgh and Bõögâr, in Out of Controll in Venice.

The lecture will be held in English and is open to the public.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com