Aryan Banki

GUSTUKAVERK — Þrándur Þórarinsson

Næstkomandi föstudag, þann 16. júní, opnar sýningin GUSTUKAVERK eftir ÞRÁND ÞÓRARINSSON í Gallerí Port, Laugavegi 23b.

Sýningin hefst klukkan 17:00 og verður fram á kvöld og stendur yfir frá 16. júní til 16. júlí.

— — —

Þrándur Þórarinsson snýr aftur með nýja málverkasýningu, Gustukaverk, í Gallerí Port, en sýning hans, Stræti, síðasta sumar, vakti mikla athygli. Verkin á Gustukaverk eru margvísleg en hvert og eitt hnitmiðað í sinni frásögn. Hér gefur að líta Reykjavíkurmyndir innblásnar skapandi og árvökulu auga listamannsins sem lætur ekkert tækifæri til þess að segja eftirminnilega og lifandi sögu frá sér hlaupa. Jafnframt kveður við nýjan tón hjá Þrándi sem nú slær kannski í fyrsta sinn virkilega pólítískan takt í listaverkum sínum.

Eftirtektar verð eru tvö verk á sýningunni en þau eru tileinkuð Gamma Capital annars vegar og Arion Banka hinsvegar. Nánar er hægt að sjá þau verk í viðhengi. Þeim hefur nú þegar verið boðið að kaupa verkin en fróðlegt verður að sjá viðbrögð þessara umdeildu fyrirtækja sem hafa verið stór í kaupum á listaverkum.

— — —

Þrándur Þórarinsson er fæddur á Akureyri árið 1978 og lærði málaralist hjá norska málaranum Odd Nerdrum. Hann er með meistaragráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis sem erlendis, en Gustukaverk er níunda einkasýning hans hér á landi.

Síðustu ár hefur Þrándur búið og starfað í Kaupmannahöfn en er nú búsettur á Íslandi og undibýr sýningu í Nordatlantens Brygge um þessar mundir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com