IMG 1973

Gunnhildur Þórðardóttir – Fylgjur í Kirsuberjatrénu 8. – 20. apríl

Sýningin Fylgjur með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð laugardag 8. apríl kl. 15 í Kirsuberjatrénu. Á sýningunni eru nýjar ætingar, ljóð og skúlptúrar þar sem listamaðurinn er að skoða tengsl sín við vatn og verur, hvernig ósýnilegir kraftar beggja hafa áhrif á umhverfi og manneskjur.

Fylgjur eru kvenverur sem eru eins konar endurtekning af okkar formi, hafa verndandi áhrif og eru ósýnilegar. Vatnið nærir og verndar en er einnig eins og ósýnilegur kraftur og hefur síendurtekið mynstur sem myndar hlekki. Vatnið er í sífelldri hringrás og minnir á líf en á Íslandi búum við svo vel að hafa aðgang að hreinu vatni, sundlaugum og jarðhita. Það eru skýr skilaboð í mörgum ljóðunum þar sem myndlistarmaðurinn fjallar um borgarbarnið og hvernig það upplifir náttúruna.

Ljóðin á sýningunni eru úr óútkominni ljóðabók listamannsins, Götuljóð, sem er fjórða ljóðabók hennar, en áætlað er að bókin komi út seinna á árinu.

Sýningin stendur til 20. apríl og er opin mánudaga til föstudaga 10-18, laugardaga 10-17 og sunnudaga 10-14.

Höfundur mun lesa upp úr ljóðabókinni á opnuninni. Allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com