Erklärung

Gunnhildur Hauksdóttir – Feneyjar 2015

Bilið / Der Abstand

Gjörningur

Feneyjartvíæringurinn 2015

Gunnhildur Hauksdóttir

Fjórar eldri konur ferðast með lest frá þorpinu Balzers í Liechtenstein til Feneyja til að fara með texta byggðan á ljóði Kristínar Ómarsdóttur, Fimm sentímetrar sem er að finna í ljóðabókinni Sérstakur Dagur (Mál og Menning 2000) [1]

Um er að ræða gjörning á vegum Gunnhildar Hauksdóttur Bilið, sem er hluti af framlagi Liechtenstein til Feneyjartvíæringsins 2015, í sýningarstjórn Kunstverein Schichtwechsel og umsjón Kunstmuseum Liechtenstein í Palazzo Trevisan Degli Ulivi.

Konurnar heita Berthile Brunhart, Silvia Gstöhl, Berthi Ritter og Nelly Stamm. Þær koma til með að ræða ljóðlínurnar og bæta við þær, velta fyrir sér ljóðinu og umfjöllunarefni þess undir handleiðslu Gunnhildar og að lokum, laugardaginn 31 október munu þær flytja gjörning byggðan á ljóðinu í takti sem byggður er á menúett eða valsi eða annarskonar danssporum sem þær stíga um leið og þær fara með textann. Æfingarnar fara fram fyrir opnum tjöldum í tvo daga áður en gjörningurinn nær hámarki á lokakvöldi viðburðarins, the Silver Lining.

Fyrr á þessu ári gerði Gunnhildur áþekkan gjörning og hljóðverk í Listasafninu í Vaduz í Liechtenstein, en þá var það ljóðið Yfirlýsing sem unnið var uppúr. Þar voru á ferðinni sömu konur, nema tveim fleiri (tvær þeirra treystu sér ekki í ferðalagið sökum aldurs og heilsu, en sú elsta er 95 ára).

Hrynjandinn var þá byggður á kirkjuklukkunum í turninum við hliðina á elliheimilinu þar sem konurnar búa, hver kona var einsog klukka og þegar gjörningurinn náði hámarki hljómuðu konurnar um listasafnið og tóku það yfir fyrir u.þ.b. 200 áheyrendur.

 

Sjá nánar:

http://www.silverlining.li

http://www.kunstmuseum.li/?page=2251&pid=102&lan=en

og myndefni frá mér: https://www.dropbox.com/sh/mz3yyyf7fjaxqjd/AADeC8wuItlvWmOWSFIv6Kx9a?dl=0

Tvær íslenskar listakonur flytja verk fyrir hönd Liecthenstein á Feneyjartvíæringinum auk Gunnhildar; Anna Fríða Jónsdóttir með myndbandsverkið Natural Law og gjörninginn Þoka ásamt Ástu Maríu Kjartansdóttur sellóleikara og Gabríela Friðriksdóttir með verkið In the Life of a Hay Bale, en að auki verður fluttur gjörningur, Old old dog, heavy rat eftir Sigurð Atla Sigurðsson og Ástu Fanney Sigurðardóttur

 

(ljósmynd af gjörningi: Sandra Maier)

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com