8aee76cd D5a0 476a 8539 688e975520db

Gunnar Kvaran sýningarstjóri fjallar um sýninguna YOKO ONO: EIN SAGA ENN…

Sunnudaginn 9. október kl. 13 í Hafnarhúsi

Gunnar Kvaran sýningarstjóri fjallar um sýninguna YOKO ONO: EIN SAGA ENN…

Yoko Ono er leiðandi myndlistarmaður á sviði tilrauna og framúrstefnu. Með verkum sínum hefur hún myndað nýstárleg tengsl við áhorfendur þar sem hún býður þeim að taka þátt í sköpun verkanna. Þá sameinar Yoko Ono tvo heima – hinn austræna og hinn vestræna – sem efla og styrkja hvor annan í samfelldri nýsköpun.

Sýningin YOKO ONO: EIN SAGA ENN… fjallar um það hvernig það er að vera manneskja og hvaða áhrif hver og einn getur haft á frið í heiminum. Friður milli manna og milli þjóða er þema í Listasafni Reykjavíkur og víðar í borginni um þessar mundir og er sýningin á verkum Yoko Ono liður í því þema. Listakonan ferðast í gegnum sjálfa hugmyndina um myndlist, með kraftmiklum félagslegum og pólitískum undirtóni.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com