Salt Vatn

Guðrún Öyahals – Sýningaropnun í Grafíksalnum 6. maí

6. – 21. MAÍ 2017
MAME COUMBA BANG

Laugardaginn 6. maí kl. 16 opnar GUÐRÚN ÖYAHALS sýningu í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.

Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14 – 18 og stendur til 21. Maí

Titill sýningarinnar er sóttur til Senegal, en Gyðjan Mame Coumba Bang er verndari vatnsins í Saint Louis, þar sem Guðrún dvaldi á vinnustofu um tveggja mánaða skeið. Húsnæðið sem hún dvaldi í er á eyju í Senegal ánni, en borgin skiptist í þrjá hluta þar sem áin klýfur hana á tveimur stöðum. Innblástur Guðrúnar að sýningunni er sprottinn af þessum framandi en þó kunnuglega stað og eru sum verkanna að hluta til unnin í Senegal, en eftirvinnsla og önnur verk unnin á Íslandi síðastliðna mánuði.

Sýningin samanstendur af innsetningu ásamt myndbandi og teikningum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com