Ferðalög 2000 2015 2018 Gudrun Nielsen (1)

Guðrún Nielsen sýnir í SÍM salnum

(ENGLISH BELOW)

Miðvikudaginn 5. september kl. 17-19, opnar Guðrún Nielsen sýninguna Breytingar í SÍM salnum Hafnarstræti 16. Þar verða til sýnis ljósmyndaröðin Fjallasería 2014-2018 ásamt innsetningunni Ferðalög 2000-2015.

Undanfarin ár hefur Guðrún Nielsen orðið vitni að hægfara breytingum í nærumhverfi vinnustofu sinnar í Gufunesi. Á vinnusvæðinu fer fram endurvinnsla og flokkun þar sem hringrás og niðurbrot efna, svo sem timburs og plasts á sér stað. Úrgangurinn hleðst upp og verður að manngerðum fjöllum sem staldra aðeins stutt við í borgarlandslaginu en færast svo til eða hverfa.

Guðrún Nielsen lauk námi frá skúlptúrdeild Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1989, framhaldsnámi í myndlist við Chelsea College of Art and Design 1992 og MA í skúlptúr og umhverfisfræðum frá EastLondon-háskólanum árið 1995. Guðrún hefur lengst af starfað í Bretlandi og er hún kjörinn félagi í hinum virtu samtökum Royal Society of Sculptors. Hún hefur unnið samkeppnir og hlotið margvíslegar viðurkenninar fyrir verk sín. Guðrún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víðsvegar um heiminn, m.a. í Bretlandi, Þýskalandi og Ástralíu.

Sýningin stendur til 24. september og er opin virka daga frá kl. 10 – 16.

//

Gudrun Nielsen’s exhibition Changes opens on Wednesday 5th of September from 17-19 in SÍM gallery Hafnarstræti 16. On show will be photographs from The Mountain Series 2014-2018 and the installation Travels 2000-2015.

In recent years Gudrun Nielsen has been aware of slow but constant changes in the immediate surroundings of her studio in Gufunes. The site is one of Iceland’s leading providers of environmental management services and clean energy. Scrap of mostly timber and plastic piles up, the outcome being manmade mountains that only stay for a while within the city landscape before changing or disappearing.

Gudrun Nielsen graduated in sculpture from The Icelandic College of Art and Crafts Reykjavík 1989, in fine art from Chelsea College of Art and Design London 1992 and with an MA in Art in Architecture from University of East London 1995. Throughout most of Gudrun´s artistic career she has worked in Britain and she is an elected fellow of the Royal Society of Sculptors. She has competed and exhibited at an international level and been granted many different awards for her work. Gudrun has exhibited regularly in solo and group exhibitions around the world, e.g. Britain, Germany and Australia.

The exhibition runs until the 24th of September and is open on workdays from 10 – 16.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com