Auðn VII 2019 Gudrun Nielsen

GUÐRÚN NIELSEN SÝNIR Í LE MARAIS PARÍS

Mánudaginn 16.september kl. 19 opnar sýningin Sans Titre í (Galerie Zero) GALERIE, 13 Rue d’Ormesson, 75004 Paris.

Þar verða til sýnis vegg verk, innsetningar og performansar alþjóðlegra listamanna. Íslenska listakonan Guðrún Nielsen sýnir þar vegg verk úr Auðn seríunni 2019-

„Jökulheima-ferð í júlí 2019 með föður mínum Ólafi Nielsen, einum af stofnendum Jöklarannsóknafélagsins og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík er uppsprettan að Auðn seríunni. Jökulheimar eru í neðri hluta Tungnaárinnar við fyrrum brún Tungnaárjökuls í vestanverðum Vatnajökli.
Svæðið umhverfis Jökulheima er auðn, svartur sandur og hraun. Ferðin hafði mikil áhrif á mig, pabbi sagði að Jökulheimaskálinn var byggður við rætur jökulsins 1955 þá var ekið frá skála á snjóbílum yfir Tungnaá sem þar rann og beint uppá Tungnaárjökul. Nú er þar svört auðn, jökullinn hefur hopað ~ 10 km og áin fylgir fast á eftir þessari stöðugu bráðnun jökulsins. Þessi upphafsverk Auðn seríunnar eru samruni ferðalaga 1955 og 2019 tveir ólikir heimar, annar hvítur og hinn svartur”.

Guðrún Nielsen lauk námi frá skúlptúrdeild Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1989, framhaldsnámi í myndlist við Chelsea College of Art and Design 1992 og MA í skúlptúr og umhverfisfræðum frá East-London-háskólanum árið 1995. Guðrún hefur lengst af starfað í Bretlandi og er hún kjörinn félagi (elected fellow) í hinum virtu samtökum Royal Society of Sculptors. Hún hefur unnið samkeppnir og hlotið margvíslegar viðurkenninar fyrir verk sín. Guðrún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víðsvegar um heiminn, m.a. í Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu. Sýningar á þessu ári í Reykjavík, Berlín, London og París.

Sýningunni lýkur 19.september og er opin daglega frá 13 – 19

The International Exhibition Sans Titre opens on Monday the 16th of September at 19 in (Galerie Zero) GALERIE, 13 Rue d’Ormesson, 75004 Paris.

Work on show are installations, wall work and performances. The Icelandic Artist Gudrun Nielsen exhibits wall work from her Environmental series, Barren wasteland 2019-.

“The influence of the Barren wasteland series is a Jökulheima trip last July with my father Ólafur Nielsen, who is one of the co-founders of the Iceland Glaciological Society and the Air Ground Rescue Team of Reykjavík. Jökulheimar is located in the lower part of the Tungnaá river at the former edge of the Tungnaárjökull west in Vatnajökull. The area around Jökulheima is a wasteland, black sand and lava. The trip had a great impact on me as dad explained that the Jökulheima cabin was built in 1955 by the
river and at the foot of the glacier. Back then they drove on snowmobile from the cabin across the Tungnaá and straight onto the Tungnaárjökull. Today is a different story, black wasetland the glacier has retreated ~10 km and the river follow the constant change. Those early work of the Barren wasteland series 2019- expresses a collision of journeys 1955 and 2019, where one is white and the other one black”.

Gudrun Nielsen graduated in sculpture from The Icelandic College of Art and Crafts Reykjavík 1989, in fine art from Chelsea College of Art and Design London 1992 and with an MA in Art in Architecture from
University of East London 1995. Throughout most of Gudrun´s artistic career she has worked in Britain and she is an elected fellow of the Royal Society of Sculptors. She has competed and exhibited at an international level and been granted many different awards for her work. Gudrun has exhibited regularly in solo and group exhibitions around the world, e.g. Britain, Sweden and Italy. Exhibitions this year in Reykjavík, Berlin, London and Paris.

The exhibition runs until the 19th of September and is open daily from 13 – 19.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com