Ff

Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar sýninguna “Jörð” í Safnaðarheimilinu Borgum í Kópavogi

Sýningin Jörð opnar fimmtudaginn 22. mars kl.16:30-18:00 í Safnaðarheimilinu Borgum í Kópavogi. Léttar veitingar í boði.

 

RBenedikta Sýning í Borgum 22.mars – 30.maí

Guðrún Benedikta Elíasdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og hefur búið og starfað við myndlist og myndlistarkennslu á Íslandi, í Frakklandi og Lúxemborg.

Í dag vinnur hún vinnur að list sinni auk þess að kenna myndlist í Menntaskólanum við Sund.

Guðrún hefur tekið þátt í fjölmörgum einka-og samsýningum í sýningarsölum og söfnum bæði hérlendis og víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum.  Má þar helst nefna CAL, Cercle Artistique de Luxembourg, artmetz í Metz í Frakklandi, EVBK í Prüm í Þýskalandi og einkasýningar í Konchthaus Beim Engel í Lúxemborg, Svavarssafni, Slunkaríki, Populus Tremula og Menningarmiðstöð í Spönginni (Artótek).

Hún hefur dvalið á gestavinnustofum í Frakklandi og á Akureyri. Guðrún var ein af stofnendum Gallerí Skruggusteins og rak það þar til hún flutti til Suður-Frakklands og var í tengslum við það kjörin bæjarlistamaður Kópavogs 1996.

Patine au vin, verkin eru unnin með litablöndu eða temperu sem Guðrún býr til. “Patine au vin” sem inniheldur m.a. hvítvín og egg. Blönduna hefur hún þróað gegnum árin og bætt við ösku úr Eyjafjallajökli og steinmulningi sem hún hefur safnað frá ýmsum stöðum á landinu.  Síðastliðið sumar var vel nýtt til söfnunar.

Megin viðfangsefnið er náttúran og náttúruöflin m.a. biðin eftir yfirvofandi eldgosi. Verkin eru unnin með efnum úr náttúrunni sem fá þá nýtt hlutverk á striganum og má því segja að verkin séu umhverfisvæn endurvinnsla. Jöklarnir skipa stóran sess eftir að listakonan féll í  jökulsprungu í Fláajökli á jóladag 1976. Í dag eins og þá er Guðrún alveg heilluð af litaspilinu og fegurðinni sem stafar af þessum magnþrungnu risum sem minnka þó allt of hratt. Einnig átökum elds og íss, öskufallið sem myndar fíngerðar línuteikningar á fannhvítar breiðurnar.

Frekari upplýsingar um nám og sýningarferil má finna á heimasíðunni www.rbenedikta.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com