Litað Vatn

Guðmundur Ármann opnar sýninguna sína “Litað vatn”í sal íslenskrar Grafíkur laugardaginn 7.sept kl.14

Litað vatn í Reykjavík

Myndlistarmaðurinn Guðmundur Ármann opnar sýningu á nýjum vatnslitamyndum í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 í Reykjavík, laugardaginn 7. september kl. 14. Sýningin heitir „Litað vatn“ og er myndefnið sótt í landslag á Tröllaskaga. Allar eru myndirnar málaðar úti undi berum himni.

Guðmundur Ármann á að baki langan feril í myndlist og myndlistarkennslu. Hann hefur haldið um 48 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis, nú síðast alþjóðlegri vatnslitasýningu í Fabriano á Ítalíu þar sem tveir af um 2.000 þátttakendum voru frá Íslandi og báðir frá Akureyri.

Vatnslitamynd Guðmundar Ármann var síðan valin til að vera á farandsýningu 70 mynda sem fer víðsvegar um Ítalíu til ársloka 2019. Verkið verður síðan varðveitt á Alþjóðlega vatnslitasafninu í Fabriano.

Síðustu 18 árin hefur Guðmundur unnið heilshugar að því að mála úti, landslagsmyndir úr sínu nánasta umhverfi sem er Eyjafjörðurinn og Tröllaskaginn.

Sýningin „Litað vatn“ verður opnuð laugardaginn 7. september kl. 14. Léttar veitingar og allir velkomnir.

Sýningin stendur til laugardagsins 21. september nk.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com