Image

Guðlaugur Bjarnason sýnir í Listhúsi Ófeigs

Ástarfjöll
Málverkasýning
í Listhúsi Ófeigs 27.10. – 21.11.  2018

Guðlaugur Bjarnason opnaði málverkasýninguna „Ástarfjöll“ í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík, laugardaginn 27. október. Þetta er fimmta sýning Guðlaugs i Listhúsinu og eru flest verkin til sölu.

Sýningin er opin til og með 21.nóvember 2018, 10-18 virka daga og 11-16 laugardaga.

Í málverkum sínum fléttar Guðlaugur ástleitnar tilfinningar inní fantasíur og raunverulegt landslag. Ástarþrá á netinu bregður líka fyrir, málverkin eru máluð á þessu ári og síðastu árum.

Guðlaugur Bjarnason lauk námi við Myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið á Gotlandi í Svíþjóð sama ár. Hann tók þátt í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989 og um haustið hélt hann til Edinborgar í Sculptur School og lauk Diploma of Fine Art um vorið 1990. Síðar sama ár lá leiðin til Þýskalands í Kunstakademie Düsseldorf og 1993 útskrifaðist hann svo sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova.  Hann flutti frá Düsseldorf til Berlínar árið 1995 og bjó þar til 2012, er hann snéri aftur til Íslands.

Guðlaugur hefur haldið margar sýningar í Berlín og tekið þátt í samsýningum þar, svo og listamannahittingum í Skotlandi, Tékklandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Sýningin núna í Listhúsi Ófeigs er sú ellefta á Íslandi eftir heimkomuna.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com