Guðlaugur Bjarnason

Guðlaugur Bjarnason opnar sýninguna „Ferningaflæði“ í Gallerí Göng við Háteigskirkju í Reykjavík 12.maí

Guðlaugur Bjarnason opnar sýninguna „Ferningaflæði“ í Gallerí Göng við Háteigskirkju í Reykjavík 12. maí á hádegi. Guðlaugur sýnir málverk sem eru unnin á tveimur síðastliðnum árum. Þetta eru ferningar sem fjalla um hornalínur og miðju, eða það sem ferningsformið býður svolítið uppá við fyrstu kynni. En Guðlaugur tekur sirkilinn með í ferlið, frá hverju horni eða miðju jaðars verða til hálfhringir og fjórðungar og málaðir fletir undirstrika tjáninguna og spennuna sem verður til þegar formin mætast. Titlar verkanna vísa einnig vel til þess sem er að gerast í myndunum.

Guðlaugur Bjarnason lauk námi við Myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið á Gotlandi í Svíþjóð það sama ár. Hann tók þátt í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989. Um haustið hélt hann til Edinborgar í Sculptur School og lauk Diploma of Fine Art um vorið1990.   Síðar sama ár lá leiðin til Þýskalands í Kunstakademie Düsseldorf og 1993 útskrifaðist hann svo sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova. Flutti frá Düsseldorf/Mönchengladbach til Berlínar árið 1995 og bjó þar til 2012, er hann snéri aftur til Íslands.

Guðlaugur hélt margar ljósmyndasýningar í Berlín og tók þátt í ýmsum árlegum samsýningum þar, svo og listamannahittingum  í Skotlandi, Tékklandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Þetta er 12 sýningin á Íslandi, 7 árum eftir heimkomuna og eru þær eftirtaldar:

Samfylkingarhúsið Hafnarfirði 2013 „Í tilefni daganna“ vatnslitamyndir, teikningar og ljósmyndabók

Listhús Ófeigs Reykjavík 2014 „Ísperlur“ ljósmyndir og litlir skúlptúrar

Listhús Ófeigs Reykjavík 2015 „Sjómóar“ málverkasýning

Anarkía Listasalur Kópavogi 2015 „Berlín-Krýsuvík“ ljósmyndir og litlir skúlptúrar           

Listhús Ófeigs Reykjavík 2016 „Tíminn í vatninu“ málverkasýning > > Listasmiðjan á Laugum 

Anarkía Listasalur Kópavogi 2016 „Hafsaugafjöll“ málverkasýning

Artgallery Gátt Kópavogi 2017 „Ástarlandslag“ málverkasýning > > Listhús Ófeigs Reykjavík

Artgallery Gátt Kópavogi 2018 „Ferningaferli“ málverkasýning

Listhús Ófeigs Reykjavik  2018 „Ástarfjöll“ málverkasýning

Gallerí Göng 2019 „Ferningaflæði“ málverk og litlir skúlptúrar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com