2016 24 Gullbringa – Goldbrust

Guðlaugur Bjarnason opnar málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs laugardaginn 8.júlí

Guðlaugur Bjarnason opnar málverkasýninguna „Ástarlandslag“ í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík, núna á laugardaginn 8.júlí kl.15-17. Þetta er fjórða sýning Guðlaugs i Listhúsinu og eru öll verkin til sölu. Verið velkomin að vera viðstödd opnunina, léttar veitingar í boði. Síðan er opið til og með 26. júlí, 10-18 virka daga og 11-16 laugardaga.

Í Ástarlandslags málverkum sínum fléttar Guðlaugur ástleitnar tilfinningar sem gerðu vart við sig á síðasta ári inní raunverulegt landslag sem hann málar gjarnan og dáist af. Flest mótífin eru við Kleifarvatn og í Krýsuvík, máluð á þessu og síðasta ári. Stundum fara þessar fléttur yfir í hugarheima, enda oft stutt á milli segir listamaðurinn.
Guðlaugur Bjarnason lauk námi við Myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið á Gotlandi í Svíþjóð sama ár. Hann tók þátt í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989 og um haustið hélt hann til Edinborgar í Sculptur School og lauk Diploma of Fine Art1990. Síðar sama ár lá leiðin til Þýskalands í Kunstakademie Düsseldorf og1993 útskrifaðist hann sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova 1994. Frá Mönchengladbach lá leiðin til Berlínar 1995 og bjó þar til 2012 er hann flutti aftur til Íslands.
Hann hélt fjölda einkasýninga í Berlín og tók þátt í mörgum, prójektum, listamannahittingum og samsýningum í Skotlandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Sýningar á Íslandi eftir heimkomuna:
Samfylkingarhús í Hafnarfirði 2013  „Í tilefni daganna“ vatnslitamyndir
Listhús Ófeigs:      2014  „Ísperlur“ ljósmyndir og litlir skúlptúrar
Listhús Ófegs:     2015  „Sjómóar“ málverkasýning
Anarkía Listasalur:  2015  „Berlín-Krýsuvík“ ljósmyndir
Listhús Ófeigs:       2016  „Tíminn í vatninu“  málverkasýning > > Listasmiðjan á Laugum
Anarkía Listasalur:     2016  „Hafsaugafjöll“ málverkasýning
Artgallery Gátt        2017  „Ástarlandslag“ málverkasýning > > Listhús Ófeigs
Guðlaugur Bjarnason – Vesturberg 134 -111 Reykjavík, s: 615 2610
netfang: gullibjarnason@gmail.com  facebook: Art Gulli

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com