IMG 0238

Guðlaug Friðriksdóttir opnar í Gallerí Göng

Myndlistarsýning Guðlaugar Friðriksdóttur verður opnuð á uppstigningadag kl 15.30 í Gallerí Göng, sem er eru göngin milli Háteigskirkju og safnaðarheimili kirkjunnar við Háteigsveg. Gengið er inn frá safnaðarheimilinu.

Um sýninguna segir Guðlaug „Innihald bænadaganna hefur verið mér hugleikið allt frá barnæsku.Myndirnar eru litaflæði málaðar með olíulitum á striga.“

GUÐLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR (f. 1947) lærði bókband í Iðnskólanum í Reykjavík. Hún hefur lagt stund á myndlist og hönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlistarskóla Kópavogs og sótt fjölda námskeiða, m.a. á Ítalíu, Slóveníu og í Danmörku, auk masterclass-námskeiða hjá Bjarna Sigurbjörnssyni og Serhiy Savchenko. Guðlaug hefur haldið á annan tug einkasýninga, bæði hér á landi og erlendis.

 

Sýningin stendur til  21. maí. Opið er á virkum dögum frá 9-16 og á messutímum um helgar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com