Smiðsbúðin

GUÐJÓN KETILSSON OPNAR Í SMIÐSBÚÐINNI Laugardaginn 5. október

Laugardaginn 5.okt. klukkan 16:00 opnar myndlistarmaðurinn Guðjón Ketilsson sýningu í Smiðsbúðinni. Smiðsbúðin er vinnustofa og verslun gullsmiðanna Erlings og Helgu Óskar Einarsdóttur í gömul verbúðunum  við Geirsgötu 5.

Á sýningunni eru fjögur myndverk, sem öll eru myndrænar vangaveltur um sköpun, niðurbrot og endursköpun.

Í nýlegum verkum Guðjóns skipar saga þess efnis sem hann notar stóran sess og bera í sér ólíkar vísanir, sem hann brýtur gjarnan upp. Verk hans vísa inn á við, þau beina athygli okkar að efnisheiminum og hinu efnislega umhverfi okkar daglega lífs.

Guðjón Ketilsson (f. 1956) býr og starfar í Reykjavík. Hann stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Nova Scotia College of Art and Design í Kanada. Sýningin verður opnin á opnunartíma verslunarinnar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com