41372536 1887819171311121 3688567713950597120 N

Guðbjörg Lind – Sjófar – Gallerí Göng – Háteigskirkja

Á fimmtudaginn næstkomandi 13. september kl 17-19 opnar sýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í Gallerí GÖNGum Háteigskirkju. Um myndirnar á sýningunni segir Guðbjörg Lind:

„Landslagsverk mín eru sprottin úr umhverfi æsku minnar vestur á fjörðum og fela í sér tilraun til að skapa veröld á mörkum hugar og náttúru. Þannig eru þau framlenging á mínum eigin hugarheimi. Viðfangsefni mín hafa löngum tengst vatni, fyrst fossum og síðar sjávarfletinum þar sem eyjar og bátar fljóta á yfirborðinu eða fjallshlíðar og eyrar teygja sig út á hafflötinn. Þráhyggjukennd áhersla á vatn í verkum mínum tengist hrifningu minni á hverfulleika þess og gagnsæi og er líka tengd á einhvern hátt vatnshræðslu minni. Í verkum mínum segir af ferðalagi á vit veraldar þar sem skynja má hið upphafna í sjálfum einfaldleikanum.“

Sýning Guðbjargar er opin alla virka daga kl 9-16 og á messutímum á sunnudögum.
Hún verður opin fram í október.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com