Grásteinn

GRÁSTEINN sýningarsalur

Nýverið opnaði Gallery Grásteinn sýningarsalinn GRÁSTEIN á efri hæð sinni á Skólavörðustíg 4.

GRÁSTEINN  er kjörinn fyrir listafólk sem vill sýna og kynna verk sín í rúmgóðum og björtum sýningarsal á besta stað í Reykjavík.  Einnig kemur til greina að leigja salinn út fyrir ýmiskonar viðburði og uppákomur.

GRÁSTEINN,  er opinn á sama tíma og Gallery Grásteinn, þ.e alla daga frá kl. 10-18 nema á sunnudögum til kl.17.

Leiguverð: 1 vika 40.000kr.  2 vikur 70.000kr. 3 vikur 100.000kr. 4 vikur 120.000kr. 

GRÁSTEINN tekur engin umboðslaun af seldum verkum.

Gallery Grásteinn er metnaðarfullt listmuna og handverksgallerí sem sérhæfir sig í sölu listmuna meðlima þess.   

Ef áhugi er á að leigja GRÁSTEIN,   þá endilega sendið okkur tölvupóst á  grasteinnsalur@gmail.com   

Gallerý Grásteinn á Facebook

Tengiliðir salarins eru Christine og Jóna

Bestu kveðjur, fh. GRÁSTEINS

Jóna Þorvaldsdóttir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com