Unnur2

GRAFÍKSALURINN: Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Minni

Unnur Óttarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Minni, laugardaginn 16. janúar kl. 14 í Sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Reykjavík (Hafnarhúsið, gengið inn hafnarmegin). Sýningin stendur yfir til 24. janúar. Opnunartímar eru fimmtudagur til sunnudags kl. 14.00-17.00. Öll hjartanlega velkomin.

Á sýningunni er fjallað um minni, minningar og hversu brotakennt, óhlutbundið og óyrt minni getur verið. Margbreytileiki minnisins er yrkisefni sýningarinnar, svo sem tilfinningaminni, reynsluminni, staðsetningarminni, lyktarminni, sjónrænt minni, skynminni, orðaminni, óljóst minni, óminni og gleymska. Með málverkum, ljósmyndum, vídeói og prentverki er ljósi beint að eðli minnisins og hve órætt það getur verið. Tilfinningaminni flæðir í litum og formum. Ljósmyndir geyma minningar og segja sögur. Lífssaga er sögð í listaverkunum.

Á sýningartímanum verður boðið upp á fríar vinnustofur þar sem unnið verður með minni og minningar með því að skoða listaverk, gera minnisæfingar, fræðast, taka þátt í listsköpun og með samtali. Vinnustofur fara fram 19., 20. og 22. janúar kl. 19.00-22.00. Hámarksfjöldi þátttakenda í hverri vinnustofu er 6 einstaklingar. Vinsamlega skráið ykkur hér: https://forms.gle/enx5FGqKVa4V4zGW9

Gestir eru minntir á að fylgja gildandi sóttvarnareglum. Handspritt verður við innganginn, gestir þurfa að vera með grímur og virða tveggja metra regluna, eins og kostur er.

Unnur Óttarsdóttir (1962) lauk MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2015. Hún hlaut doktorsgráðu í listmeðferð frá University of Hertfordshire árið 2006. Í listaverkum sínum hefur Unnur unnið með margvíslega miðla, svo sem málverk, prent, spegla, innsetningar, gjörninga og þátttöku áhorfenda. Listaverk hennar hafa verið sýnd í sam- og einkasýningum í ýmsum galleríum og söfnum á Íslandi og á alþjóðavettvangi, þar á meðal í: Listasafninu á Akureyri, Listasafninu á Ísafirði, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Færeyja, Edsvik Kunstall í Stokkhólmi og Lorgo das Artes í Brasilíu. Unnur hefur starfað við listmeðferð í 30 ár og hefur hún kennt fagið við Háskólann á Akureyri, Listaháskóla Íslands, Hertfordshire háskóla í Englandi og hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Rúmeníu. Unnur hefur skrifað fyrirlestra, gefið út ritrýnda bókarkafla og greinar um listmeðferð á alþjóðavettvangi.

www.unnurottarsdottir.art

Kynningarmynd: Minni. Unnur Óttarsdóttir, 2020. Ljósmynd Óttar Yngvason.

English

Unnur Óttarsdóttir opens her exhibition Memory at the Grafiksalur gallery, Tryggvagata 17, Reykjavik, entrance at harbor side. The opening reception is at January 16th, 2-5pm. The exhibition runs until January 24th. The gallery is open from 2-5pm, Thursday–Sunday.

Memory, memories and the fragility of abstract and non-verbal memory are observed through the artworks at the exhibition. Through paintings, photographs, video and prints, a light is shed on the nature of memory and how non-verbal it can be. Emotional memory flows through colors and shapes. Photographs contain memories and tell stories. A life story is expressed through works of art.

During the exhibition, free workshops will be offered where memory and memories will be worked with by viewing works of art, conducting memory exercises, studying and participating in art-making and through dialogue. The workshops will take place on 19, 20 and 22 January, at 19.00-22.00. The maximum number of participants in each workshop is 6 individuals. Please register here: https://forms.gle/enx5FGqKVa4V4zGW9.

Guests are reminded to follow the current infection control guidance. Hand sanitizer will be available at the entrance, guests must wear masks and respect the two-meter rule as much as possible.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com