
Grafíksalurinn, Tryggvagötu 17, laus til umsókna
Frá sýningarnefnd félagsins Íslensk grafík:
Vegna sérstakra aðstæðna er Grafíksalurinn, Tryggvagötu 17 salur félagsins Íslensk grafík laus til umsóknar 20 október – 4. nóvember 2018 og nokkur laus sýningartímabil 2019.
Sýningarnefnd félagsins tekur við umsóknum og fyrirspurnum á islenskgrafik@gmail.com.
Sýningarárið 2019 er nær fullskipað og er farið að taka við umsóknum fyrir 2020. Tekið er við umsóknum allan ársins hring og í umsókn skal koma fram ósk um tímabil, sýningarhugmynd, ferilskrá sýnanda og heimasíða/myndir af verkum. Sýningarnefnd félagsins velur sýningar og skipuleggur, en sýnendur sjá alfarið um allan undirbúning og fyrirkomulag. Sýningartímabil eru 3 helgar og verð fyrir utanfélagsmenn er 75.000 en félagsmenn 45.000.
Nánari upplýsingar um salinn og félagið eru á www.islenskgrafik.is.
Íslensk Grafík
Icelandic Printmakers Association
Tryggvagata 17, hafnarmegin/harbour side
101 Reykjavik