Gotti Bernhöft sýnir í Listhúsi Ófeigs

image

Gotti Bernhöft opnar sýninguna HORFIÐ fimmtudaginn 8. janúar kl. 16-19 í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5.

Gotti Bernhöft er mentaður í sjánlegum samskiptum (Visual Communication ) frá The American College for the Applied Arts, Los Angeles. Hann hóf feril sinn sem götulistamaður og má teljast með fyrstu graffítí listamönnum Reykjavíkur.
Gotti hefur starfað sem hönnuður, myndskreytir og listamaður um allan heim. Hann er meðal annars þekktur fyrir samstarf sitt við hljómsveitina Sigur Rós.

Sýningin HORFIÐ snertir á hugtökum eins og þróun og þeirri sorglegu staðreynd að eitthvað sem mannkynið þráir og elskar geti í okkar samfélagi dáið út.
Við verðum að horfa, allt getur horfið.

Sýningin er opin á verslunar tíma og stendur til 15. janúar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com