40a49b07 5b32 46a2 9e9b 88486a7cf3b2

Gönguleiðsögn um SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR í Gerðasafni

Gönguleiðsögn um SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR

Velkomin á gönguleiðsögn um sýningu Sindra Leifssonar á sunnudaginn 25. september kl. 15. Gönguleiðsögnin er hluti af virkni sýningar Sindra í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR. Listnemar munu leiða göngu á milli verka Sindra í og í kringum Gerðarsafn.

Einföld tákn og meðhöndlun efniviðarins eru endurtekin stef í verkum Sindra en umhverfi og samfélag koma gjarnan við sögu. Sýning hans teygir sig út fyrir sýningarrýmið þar sem óljósir skúlptúrar hafa tekið sér tímabundna fótfestu í umhverfinu og er ætlað að draga fram hugmyndir um borgarskipulag og hegðun okkar í rýminu.

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er sýningaröð sem hugar að stöðu skúlptúrsins sem miðils í samtímanum. Hér er lögð áhersla á að veita frekari innsýn í hugðarefni listamanna þar sem hver og einn gengur að samtali miðilsins og sögunnar á eigin forsendum. Eva Ísleifsdóttir og Sindri Leifsson leggja fram hugleiðingar um skúlptúrinn á samhliða einkasýningum. Verk og vinnubrögð kunna að vera ólík en hugsunin að baki þeim á margt sammerkt þar sem vangaveltum um mannlega hegðun, umhverfi og mótun samfélagslegs skipulags er velt upp á yfirborðið.

Sindri Leifsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Sindri hefur verið virkur frá útskrift og tekið þátt í fjölda samsýninga má nefna nýliðna samsýningu Hringrás, Berg Contemporary, 2016; #KOMASVO, Listasafni ASÍ, Reykjavík, 2015, Reykjavik Stories – QUARTAIR, Den Haag; Embracing Impermanence, Nýlistasafninu, Reykjavík. 2011 og einkasýningar bæði hérlendis sem og erlendis: Exi(t), Verkstad, rum för konst, Norrköping, Svíþjóð, 2015; Sagað, Kunstschlager, Reykjavík, 2014; The Oracle, Alfred Gallery, Tel Aviv, 2013.www.sindrileifsson.com

Þátttakendur: Íris Indriðadóttir, Jóhann Ingi Skúlason, Ólöf Björk Ingólfsdóttir, Óskar Þór Ámundason og Signý Jónsdóttir.

//

Guided walk through SCULPTURE / SCULPTURE

Welcome to a guided walk through Sindri Leifsson’s exhibition in the series SCULPTURE / SCULPTURE on Sunday 25 September at 3 p.m. The guided walk is part of the activation of the exhibition as art students lead guests around Sindri’s works in and around the museum. The guided walk will be in Icelandic but discussions in English are more than welcome.

SCULPTURE / SCULPTURE is a series of exhibitions whose aim is to explore the place of sculpture as a medium in Icelandic contemporary art. The emphasis is upon providing greater insight into the focus of each artist, as each of them embarks upon a dialogue between the medium and history on his/her own terms.

Simple symbols and the handling of the material are recurrent themes in Sindri Leifsson’s art, where social criticism is often at work. The exhibition at Gerðarsafn stretches out beyond the gallery space: ambiguous objects take up temporary residence in the nearby environment, to draw attention to city planning and our behaviour in space.

Sindri Leifsson was born in Reykjavik in 1988. He graduated with an MFA from Malmö Art Academy, Sweden in 2013, following his BA from the Iceland Academy of Arts in 2011. Sindri has exhibited his work widely, among others in the group exhibitions Hringrás, Berg Contemporary, 2016; #KOMASVO, ASÍ Art Museum, Reykjavík, 2015, Reykjavik Stories – QUARTAIR, Den Haag; Embracing Impermanence, The Living Art Museum, Reykjavík, 2011 og solo exhibitions both in Iceland and abroad: Exi(t), Verkstad, rum för konst, Norrköping, Sweden, 2015; Sawyer, Kunstschlager, Reykjavík, 2014; The Oracle, Alfred Gallery, Tel Aviv, 2013. www.sindrileifsson.com

Participants of the guided walk: Íris Indriðadóttir, Jóhann Ingi Skúlason, Ólöf Björk Ingólfsdóttir, Óskar Þór Ámundason and Signý Jónsdóttir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com