Kbbw4

Góðgerðasýning á HVÍTT í Listasafni Reykjavíkur til styrktar neyðarsöfnunar UNICEF fyrir börn í Sýrlandi

Hjálpum UNICEF á Íslandi að safna fyrir börn í Sýrlandi.

Góðgerðasýning á HVÍTT í Listasafni Reykjavíkur- Hafnarhúsinu 12. nóvember kl. 13

Hin margverðlaunaða barnasýning HVÍTT (WHITE) verður tekin aftur til sýninga í takmarkaðan tíma í nóvember og nú í Listasafni Reykjavíkur.

Aðstandendum sýningarinnar, með aðstoð góðra gesta, langar að vekja athygli á því góða starfi sem UNICEF vinnur og sérstaklega neyðarsöfnuninni fyrir börn í Sýrlandi.

Á sérstakri opnunarsýningu HVÍTT laugardaginn 12.nóvember kl 13 er tækifæri fyrir almenning til að leggja sitt af mörkum með því að kaupa leikhúsmiða. Öll innkoma sýningarinnar rennur óskert til UNICEF. Á staðnum verður hægt að láta taka mynd af sér með Bómull og Krumpu og verða myndirnar hengdar upp í Listasafni Reykjavíkur undir yfirskriftinni „Ég elska alla liti!“ Guðni Th. forseti Íslands hefur nú þegar boðað komu sína og tryggt sér mynd á vegginn. Látið ykkar ekki eftir liggja!

Fjölmiðlar geta tekið þátt í söfnuninni með því að hjálpa okkur að auglýsa þessa sérstöku góðgerðarsýningu. Við veitum gjarnan viðtöl og myndatöku fyrir og/eða eftir sýninguna.

Leikstjóri HVÍTT er Gunnar Helgason og leikarar eru María Pálsdóttir og Virginia Gillard.

Mynd af forseta: Dagur Gunnarsson

Um verkið

Hvítt er heildræn leikhúsupplifun sérstaklega gerð fyrir börn á aldrinum 2-6.ára. Hvítt er fallegur heimur án lita, fullur af fuglasöng og fuglahúsum. Tveir vinir, Bómull og Krumpa, annast heiminn sem er bjartur, skipulagður og hvítur. Hins vegar kemur í ljós að ekki er allt hvítt! Hvítt var fyrst frumsýnd í Edinborg 2010 af skoska barnaleikhúsinu Catherine Wheels Theatre Company og hefur sýningin hlotið fjölda viðurkenninga og verið sýnd um allan heim. Sýningar eru um helgar en hægt er að skoða leikmyndina alla virka daga.

Úr gagnrýni um sýninguna:

„Enn einu sinni býður Gaflaraleikhúsið upp á vandaða barna- og fjölskyldusýningu.”  Silja Huldudóttir, Morgunblaðið ⭐⭐⭐⭐

„Tilvalin og litrík skemmtun fyrir yngstu leikhúskynslóðina.” Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið ⭐⭐⭐⭐

„Unaðslegur leikhúsgaldur.” Jakob Jónsson, Kvennablaðið

„Óhætt að mæla með þessari sýningu!”  Kastljós

Ég elska alla liti!

Skipuleggjendur viðburðarins og sýninga í Listasafni Reykjavíkur eru Virginia Gillard (s. 692-3642 / 571-4303) María Pálsdóttir (s. 863-6428) og Andrea Elín Vilhjálmsdóttir (s. 866-5429). Sjá nánari upplýsingar um Hvítt og sýningartíma á https://www.facebook.com/hvittaislandi og https://midi.is/leikhus/1/9794/Hvitt

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com