2f8c2a28 Fd32 4ac4 9159 Aa11f96b9148

Gjörningur: Taktu mig hérna við uppþvottavélina – minnisvarði um hjónaband

Gjörningur: Taktu mig hérna við uppþvottavélina
– minnisvarði um hjónaband

9.–24. september í Hafnarhúsi

Gjörningurinn er þriðji og síðasti gjörningurinn sem fram fer á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi.

Tíu tónlistarmenn syngja og leika daglangt á gítar yfir tveggja vikna tímabil. Þeir eru dreifðir um sýningarsalinn, eins og hver í sínum heimi en allir þó í samhljómi. Þeir tylla sér á stóla, flatmaga á beddum, rölta um og hangsa með hljóðfærin sín á meðan tómar bjórflöskur safnast fyrir kringum þá. Að baki er sýnt síendurtekið þriggja mínútna myndband af karli og konu í ástarleik í eldhúsi. Atriðið er úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu, eftir Reyni Oddson frá 1977. Leikarar kvikmyndarinnar eru foreldrar Ragnars og fjölskyldunni gengur sú saga að listamaðurinn hafi verið getinn einmitt um það leyti þegar myndin var tekin upp. Ragnar bað tónskáldið Kjartan Sveinsson að umbreyta hinu stuttaralega samtali þessa ljósbláa atriðisins í fjölradda söngverk fyrir trúbadora.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Í tilefni af gjörningnum mun Bíó Paradís sýna endurbætta stafræna útgáfu af Morðsögu (1977) Reynis Oddssonar, föstudag15. september kl. 18.00. Myndin verður sýnd með enskum texta.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com