Gjörningur á miðvikudagskvöld – Barbara Amalie Skovmand Thomsen & Kristinn Ágústsson í Harbinger

Barbara_eventphoto copy

Sökum eftirspurnar munu Barbara Amalie Skovmand Thomsen og Kristinn Ágústsson endurflytja gjörninginn sem opnaði sýninguna There are two in a couple (Það eru tveir í pari), miðvikudagskvöldið 20. mars kl. 21:30 og býður Harbinger ykkur hjartanlega velkomin.
Sýningin sem er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, stendur yfir til 7.júní og er opin fim&fös frá 14-18 og lau frá 14-17.
_ _

 

Barbara Amalie Skovmand Thomsen (1980, DK) býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún lærði textíl- og stafræna hönnun í Danmark’s Design School, hlaut BA gráðu í myndlist með áherslu á hljóð og mynd í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam (2009) og MA gráðu í myndlist frá Sandberg Institute í Amsterdam (2011). Hún hafði listamannaaðsetur í Skaftfelli 2011.

Í verkum sínum, sem samanstanda af innsetningum, myndböndum, ljósmyndum, ljóðlist og gjörningum, rannsakar hún tilfinningar um einingu, að tilheyra heiminum, og hvað það þýðir að eiga tengsl við einhvern eða eitthvað.

Verk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum stöðum bæði innan og utan Hollands, þar á meðal í New Shelter Plan, Copenhagen, Blueproject Foundation, Barcelona, Kazachenko’s Apartment, Oslo, Rongwrong, Amsterdam and Paradise Lost Paradise í Kortrijk.

 

Barbara_title copy

+

9a9a1bee-1e66-4a42-9db8-deb60b5d94e3

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com