ListasafnÁrnesinga

GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU ̶ stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ

Í Listasafni Árnesinga er nú verið að setja upp margar perlur íslenskrar listasögu þar á meðal Fjallamjólk Kjarvals ásamt verkum eftir frumkvöðlana Ásgrím Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson og síðari kynslóð listamanna eins og Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Júlíönu Sveinsdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason og fleiri eða alls 15 listamenn.

Öll listaverkin eru úr stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ, en sýningin er samstarfsverkefni Listasafns ASÍ og Listasafns Árnesinga og sýningarstjóri er Kristín G. Guðnadóttir.

Samtímis sýningunni gefur Listasafns ASÍ út veglega bók með sama nafni um stofngjöf Ragnars.

Sýningin í Listasafni Árnesinga verður opnuð föstudaginn 14. júní kl. 17:30 og við opnun mun Drífa Snædal forseti ASÍ ávarpa gesti og Vignir Þór Stefánsson leikur jazz af fingrum fram á píanó.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com