Gestavinnustofa2

Gilsfélagið: Opið ákall – Gestavinnustofa Gilsfélagsins er laus í maí

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus í maí

Gilfélagið í samstarfi við Slippfélagið veitir einum listamanni eða pari tækifæri til að dvelja frítt í Gestavinnustofu Gilfélagsins í maí (1. – 31. Maí 2021).

Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á fjölbreytt menningarlíf. Listamaðurinn mun einnig fá 20.000 kr. úttekt í Slippfélaginu.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl kl. 16:00 – Úthlutað verður tveimur dögum síðar.

Til að umsókn verði tekið gild skal senda verkefnatillögu, hámark 200 orð á studio.akureyri@gmail.com, ferilskrá, hámark 2. bls ásamt hlekk á heimasíðu eða uþb. 5 myndir af verkum eftir listamanninn.

Það er æskilegt að setja öll gögn í eitt .pdf skjal.

Nánari upplýsingar um aðstöðuna á www.listagil.is/?page_id=1119 eða hjá studio.akureyri@gmail.com Verkefnið er styrkt af Slippfélaginu

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com