Gilfélagið.Deiglan

Gilfélagið – The Dawning of Night

Gestalistamaður Gilfélagsins sýnir afrakstur dvalar sinnar

Verið hjartanlega velkomin á opnun The Dawning of Night í Deiglunni laugardaginn 23. nóvember kl. 14 – 17. Þar mun gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember, Matt Armstrong, sýna afrakstur dvalar sinnar. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 24. nóvember kl. 14 – 17.

Matt Armstrong er myndlistamaður búsettur í Atlanta, Georgia í Bandaríkjunum og hlaut BFA hjá Valdosta State University 2003. Hans listræna ferli hefst yfirleitt með hugmynd sem hann reynir að miðla á myndrænan hátt. „Almennt reyni ég að miðla listinni minni eins og samtali. Ég hneigist að hugmyndum um sannleika eða lífsreynslur sem margir geta tengt við og nota síðan myndefni til að virkja áhuga eða ímyndunarafl áhorfandans. Myndræna samtalið á ekki að vera óhlutbundið þótt að myndefnið geti verið bæði abstrakt eða hlutbundið.“ Armstrong sérhæfir sig í akrýl- og olíumálun sem og kolateikningu. Ein af seríunum sem hann hefur verið að vinna að hjá Gilfélaginu kallast „Dark Sky“ / „Myrkur himinn“ sem samanstendur af sönnum næturmyndum af Vetrarbrautinni og norðurljósunum.

Hér er útráttur úr yfirlýsingu listamannsins um Myrkan Himinn:
„Ein af helstu (óviljandi) afleiðingum þéttbýlismyndunar og ljósmengunar er að við stöndum ekki lengur frammi fyrir einhverju jafn yfirþyrmandi stóru og ótrúlegu eins og alheiminum flest kvöld. Mörg okkar hafa því misst þessa náttúrulegu vörðu sem hjálpar okkur mönnunum að hugsa um stærð okkar í samhengi við alheiminn. Í fyrsta skiptið sem ég sá Vetrarbrautina í allri sinni dýrð fannst mér ég standa frammi fyrir næturhimninum. Samt hefur sú tilfinning, að finnast ég smærri eða „í réttri stærð“ ekki fengið mig til að finnast ég vera ekki eins mikilvægur. Reyndar varð það til þess að ég fór að hugsa dýpra, spyrja spurninga og hugleiddi frekari tilgang utan minna þæginda og daglegrar hugsunar.“

„Leit mín innan þessar seríu er tilraun til að endurheimta hið mikilvæga hlutverk sem nóttin leikur í lífi fólks.“

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com