Gilfélagið.Deiglan

Gilfélagið: Relics / Minjar 28.desember 2019

Gestalistamaður Gilfélagsins sýnir afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni

Verið hjartanlega velkomin á opnun Relics / Minjar í Deiglunni laugardaginn 28. desember kl. 14 – 17. Þar mun gestalistamaður Gilfélagsins í desember, Cecilia Seaward, sýna afrakstur dvalar sinnar. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 29. desember kl. 14 – 17 og Cecilia mun halda listamannaspjall sama sunnudag kl. 15 .

Cecilia Seaward er myndlistamaður sem vinnur þvert á miðla ásamt því að vera danshöfundur, kvikmyndaframleiðandi og sjálfstæður fræðimaður sem býr í New York.

Í gestavinnustofu Gilfélagsins hefur Cecilia unnið að verkefni sínu Minjar (e. Relics) safni persónulegra mynda, endurmynduð og endurútfært í gegnum sértækar kannanir. Minjar er rannsókn á líkamlegri útfærslu minnis og hvernig það tengist myndmenningu, líkamlegum flutning sem og sjálfsmynd. Cecilia mun sýna myndbands- og flutningshluta Minja í Deiglunni dagana 28. – 29. Desember kl. 14 – 17. Hún mun einnig halda erindi um ferlið sitt þann 29. Desember kl. 15.

Cecilia hefur flutt og framleitt sviðs- og myndbandsverk í Boston, New York, Bologna og Los Angeles og sýnt danshöfunda- og kvikmyndaverk víða s.s. New York, Boston, Búdapest og Aþenu. Hún lærði ballet og nútímadans þegar hún var ung, er með BA gráðu í heimspeki frá UMass Boston auk MA í alþjóðlegri kvikmynda- og sjónvarpsfræði frá Háskólanum í Herforshire í Bretlandi. Hún kenndi hreyfingu og dans í yfir tíu ár og starfar sem talsmaður umhverfisins. Síðastliðið ár hefur hún unnið að og stofnað Tunic Productions, framleiðslufyrirtæki sem er tileinkað því að segja sögur sem annars yrðu ekki sagðar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com