Gilfélagið.Deiglan

Gilfélagið: Kóf – innilokun á striga

Málverkasýningin KÓF
Innilokun á striga

Laugardaginn 16. maí kl. 14 opnar Ragnar Hólm málverkasýninguna KÓF í Deiglunni á Akureyri. Þar sýnir hann ný olíumálverk sem hafa orðið til á síðustu mánuðum og endurspegla undarlega tíma einangrunar og ótta. Sýningin er aðeins opin helgina 16.-17. maí frá kl. 14-17 báða daga.

Í kófinu ægir saman sterkum kenndum. Þar blandast saman innilokun og ótti, einangrun og ofstæki, ástúð og ofbeldi. Að vera lokaður frá umheiminum langtímum saman, aleinn eða með sínum nánustu. Sést þá úr hverju mannskepnan er gerð og hvað býr inn við beinið? Hversu varnarlaust getur mannkynið orðið? Málverkin eru þannig eins konar óreiðukennd tilraun um manninn

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com