Greatexhibitioncovericeland 2large 1

Gilbert & George THE GREAT EXHIBITION

Hafnarhús Gilbert & George
THE GREAT EXHIBITION

opin gestum frá 6. ágúst

Formlegri opnun aflýst Eftir langa bið er loksins komin í hús hin glæsilega sýning Gilbert & George: THE GREAT EXHIBITION í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Er það starfsfólki safnsins tilhlökkunarefni að bjóða gesti velkomna á sýninguna. Því miður verður ekki formleg opnun á sýningunni eins og ráðgert var næstkomandi fimmtudagskvöld, 6. ágúst vegna takmarkana á samkomum. Sýningin er hinsvegar tilbúin og verður opin gestum frá fimmtudeginum 6. ágúst. Leyfi er fyrir 100 gestum í Hafnarhúsið hverju sinni og tryggt er að hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð og fara að fyrirmælum um sóttvarnir. 

Gilbert & George: THE GREAT EXHIBITION er einn stærsti viðburður Listasafns Reykjavíkur á árinu 2020 og á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Ráðgert var að opna sýninguna við opnun hátíðarinnar 6. júní. Opnunin 6. ágúst var jafnframt tengd Hinsegin dögum en eins og allir vita verða þeir ekki haldnir. Við hjá Listasafni Reykjavíkur erum afar ánægð með að sýningin sé loksins komin og munum halda upp á það með því að bjóða árskortshöfum og öðrum sem þess óska upp á mjög fámennar leiðsagnir. 

Samhliða sýningunni er gefin út vegleg sýningarskrá þar sem farið er yfir feril listmannanna og með ítarlegu viðtali sýningarstjóranna, Daniels Birnbaum og Hans Ulrich Obrist við Gilbert & George. 

Á sýningartímabilinu verða ólíkir listamenn með leiðsagnir um sýninguna, þar á meðal Einar Falur Ingólfsson, Einar Örn Benediktsson, Ilmur Stefánsdóttir, Rachel McMahon og Ragnar Kjartansson. 

Sýningin tekur yfir Hafnarhúsið, að undanskildum tveimur sölum, og stendur til 3. janúar 2021.   NÁNAR VEFSÍÐA

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com